föstudagur, mars 31, 2006

Áheitasund

Nú er nýbyrjað áheitasund 10. bekkinga. Það mun standa yfir í sólarhring og áætlað er að synda 70 kílómetra.
Ég er með hér mynd af sundlauginni og svo eina fræðilega mynd af sundi. Ég er svo hrifin af svona skýringarmyndum sem eru með texta inni á.

Svo á morgun er kvenfélagastúss á mér á Heimalandi þar sem þing sunnlenskra kvenfélaga verður haldið. Ég tók það að mér að vera fundarstjóri og ætla ég að þetta verði mitt síðasta kvenfélagsverk því að ég ætla að hætta þegar því verki er lokið. Ég ætlaði aldrei að vera með nema eitt ár en sökum e-s konar meðvirkni gat ég ekki sagt nei og bless :-)

Það er ekki búið að telja upp helgarverkin því að á sunnudag verður dóttir Jakobs (sonur Eyglóar, systur Guðmundar) skírð. Ég kemst ekki því að ég er búin að lofa systurdóttur minni að koma í Borgarleikhúsið til að horfa á hana syngja þar á sviði. Hún hefur verið á námskeiði hjá Sönglist og er þetta lokaverk þess námskeiðs.

Nú er veðrið til fyrirmyndar og kominn tími á það að fara út að laug og hvetja áfram mína nemendur.

góða helgi og lifið vel og lengi !!!!

P.S. ÞAÐ ERU 44 DAGAR, 21 KLUKKUSTUND OG 45 MÍNÚTUR ÞANGAÐ TIL VIÐ FÁUM HÚSIÐ AFHENT !



fimmtudagur, mars 30, 2006

Listin að kyssa

Þetta mun vera heiti á bók e. Hugh nokkurn Morris sem að Handbókaútgáfan gag út árið 1946.
Til er eitt eintak heima á Núpi og hef ég sérstaklega gaman af einum kafla þar.
Þar eru færð tök fyrir því hversu mikilvægt það sé að karlmaðurinn sé hærri en konan.
Þar er líka talað um sogkossinn, andlega kossinn, augnhárakossinn, kvalakossinn og nartkossinn svo eitthvað sé nefnt.

Ég fann mynd af ensku útgáfunni af bók þessari. Hún er alveg eins nema hvað sú íslenska er með gulum grunni.
Ég sá líka umsögn um hana og þar var meðal annars sagt að sum ráðin væru svo gömul að þau væru ný.

laugardagur, mars 25, 2006

Laugardagur i leti

Nú hefur maður það gott í Pokavogi og nýtur lystisemda höfuðborgarinnar !
Það besta er að hitta mína "stóru" litlu fjölskyld mína. Hina skemmtilegu foreldra , hina stór skemmtilegu systur og svo hennar frábæru börn. Svo er ég að hugsa um að skrópa í Bergrisanum 2006 sem er á morgun í minni heimabyggð.

föstudagur, mars 24, 2006

Opinber heimsokn Margretar i sollinn hefst i dag.

Svo mun það vera. Frökenin lætur sjá sig í bænum í dag. Aðal málið í dag er að hitta fjölskyldu mína og í kvöld félaga mína úr lhí. Ég hef ekki hitt þau síðan á útskriftinni í fyrra og er kominn tími á hitting.
Í dag eru í heimsókn í skólanum skólastjórar af Suður og Vesturlandi. Prúðbúnir 10. bekkingar sjá um leiðsögn um skólann og standa sig auðvitað svakaleg vel.

mánudagur, mars 20, 2006

Alveg i rusli

Það eru engar undirtektir hér á síðunni vegna umfjöllunar minnar á sóun.
En það er í lagi, ég er ekkert í rusli. Ég held bara áfram og þegar ég verð búin að læra betur á þetta bloggspot þá get ég farið að framkvæma ýmsar kannanir ofl.

sunnudagur, mars 19, 2006

Fra Sorpstöð Suðurlands

Ert þú sóari ?

Hendir þú reglulega skemmdum eða óætum mat ?

Kaupir þú hluti einungis til að nota þá ekki ?

Ert þú með mánaðarkort eða árskort í líkamsrækt sem þú notar aldrei ?

Stelpur, kaupið þið dress eða skó sem einungis eru notaðir einu sinni eða tvisvar ?

Strákar, hversu margir ykkar eiga rafmagnsknúið dót sem safnar ryki ?

Þessi orð eru niðurlag á grein sem fjallar um sóun í nútímaþjóðfélagi. Sagt er frá mjög athyglisverðri rannsókn sem gerð var í Bretlandi. Þið finnið grein þessa á http://www.sudurland.is/sorpstod/
Titillinn er ÞREYTT KÁL. Því eins og margir vita þá kaupum við stundum of mikið og sumt, sérstaklega grænmeti endar oft í ruslinu... þá er nú gott að vera með heimajarðgerð í garðinum... því að matarúrgangar eru u.þ.b. 30 % - 50 % af öllu heimilissorpi !!! Það er ekkert smáræði sem hægt er að spara samfélaginu með því að flokka matarafganga frá hinu sorpinu.

föstudagur, mars 17, 2006

Föstudagurinn frabær er.

Já, það má segja það að dagurinn sér frábær alveg þótt að þreytt ég sé.
Helgin byrjar áðan og ég er orðin ein hér á vinnusvæði 500.
Ég hef enga skoðun á því sem er að gerast í samfélaginu... (eða þannig) Nenni ekki að bæta við visku minni, í það minnsta. Nóg er viskan og samt heldur vitleysan áfram !
Ég finn ekki fyrir neinum trega vegna brotthvarfs hersins og vona að Bómulls feðgar láti kyrrt liggja.
Óska öllum glaðlegrar og góðrar helgar :-)

miðvikudagur, mars 15, 2006

Flottur ferðabill...


Ég var að rekast á þennan flotta Mini bíl. Hann var kynntur á bílasýningu í haust. Hann er kallaður MINI CONCEPT TOKYO.
Við látum myndirnar tala sínu máli..... Er hann ekki geggjaður ?






Jurovission


Ég er að hlusta á vefútvarp ruv og get því hlustað á þætti sem að eru liðnir. Eins og t.d. Pipar og salt sem var í morgun og ég er að hlusta á núna. Gömul júróvissíón lög. Agalega notalegt.
Ég hef verið nokkuð dugleg og það er tími á smá hvíld. Mig langar í kaffi en... það er svo langt í kaffistofuna svo að ég hika aðeins, veit ekki hvort að ég eigi bara að fara að leggja af stað á Selfoss.

þriðjudagur, mars 14, 2006

Fuglaflensan er ekki svo hættuleg

Sérfræðingar segja að nær engar líkur séu á að fólk smitist af fuglaflensu af villtum fuglum, eða öðrum dýrategundum eins og köttum.
Fuglaflensa er veirusjúkdómur sem smitast fyrst og fremst á milli fugla. Veiran sem veldur sjúkdómnum er náskyld öðrum flensuveirum sem valda flensu í öðrum dýrategundum þ.á.m. í mönnum, hestum, hvölum, kattardýrum. Villtir vatnafuglar t.d. endur geta verið með fuglaflensuveiruna í sér án þess að vera veikir og er talið að þeir geti smitað aðra fugla, einkum alifugla eins og hænur og kalkúna, sem geta orðið mjög veikir ef þeir smitast. Í nokkrum fátækum löndum í Asíu, við afar sérstakar aðstæður, hafa menn smitast af alifuglum. Vegna þessa er fuglaflensa ekki talin vera svo hættuleg fyrir okkur.
Veiran sem veldur fuglaflensu hefur fundist í villtum fuglum víða í heiminum en hefur ekki fundist í fuglum á Íslandi né í þeim löndum sem farfuglar á Íslandi koma frá.

Rymingardagurinn verður 26. mars

Það verður æfing og við eigum að fara að Skógum en ekki vera heima hjá okkur þar sem er öruggast því að ekki er gert ráð fyrir því að flóð nái upp að Núpsbæjum en.... fræðingarnir vilja frekar ana okkur út í hættuna með því að fá okkur til að keyra hættulega vegi (jarðskjálftar geta lokað veginum) og vera fjarri heimili okkar þar sem við þekkjum allt út og inn. Jæja hvað með það. Á æfingunni ætlum við að hlýða en ef.......til kemur, þá er alls ekki víst að við munum hlýða neitt....


mánudagur, mars 13, 2006

Þetta er husið


Le hús a Selfoss sést á þessari mynd.

sunnudagur, mars 12, 2006

Kaupsamningur undirritaður

Foreldradagur á morgun ekkert annað framundan sem markvert getur talist.
Hér kom örlítð púður í nótt en það er nú allt löngu farið....

fimmtudagur, mars 09, 2006

Smælaðu framan i heiminn og þa mun heimurinn smæla framan i þig

Kennslan er að baki i dag. .. sbf !

æ nid paaer



Ég er svolítið eftir mig eftir gærdaginn , það verður að segjast eins og er. Les ados sont dingues et ca pue.
Ég get ekki leyft mér að fara snemma í dag. Það þarf að undirbúa ýmislegt eins og foreldraviðtölin sem eru á mánudaginn.
Á morgun fer ég á Selfoss e. vinnu til að undirrita kaupsamning á húsi með honum Guðmundi mínum. Gaman , gaman.
Þegar því er lokið verður svo kannski hægt að fara að birta myndir af "kofanum" !

Taknin eru viða

miðvikudagur, mars 08, 2006

tanndagur

Ég fór til tannlæknis í dag og það var aðgerð. . . .

Það er hér um bil allt og sumt.

þriðjudagur, mars 07, 2006

Kennarafundur framundan....


Nyji stollinn



Ég gæti kvartað en ég sýni frekar nýja gamla stólinn sem að ég keypti á uppbod.is.

Suddinn heldur áfram og ég álykta að þetta hljóti að vera ríkisstjórninni að kenna , hvað annað gæti það verið ?

mánudagur, mars 06, 2006

Vinsamlegast skiljið eftir spor. . .



Ég er að bíða eftir því að fólk skrifi komment hér hjá mér.
Það er allt og sumt. Nema hvað mig langar til að vita hver stendur fyrir þessum leiðinda sudda sem er hér í Rangárþingi !!!
Er það ríkisstjórnin eða hvað ?

Ég gleymi einu. ... Margrét Einarsdóttir Long er orðið opinbert. Eins og meðfylgjandi mynd úr þjóðskránni sýnir:

Skrifstofudama kom i heimsokn um daginn....



sunnudagur, mars 05, 2006

Sunnudagur til sælu

Nú er veðrið alveg yndislegt, sól og lítill vindur. Mjög lítill vindur. En... það er alltaf en. Það er ansi svalt.
Hvursu svalt það veit ég nú ekki.
Guðmundur er úti að athafnast, hann er hinn eiginlegi athafnamaður og gæti alveg eins skráð sig sem slíkur í símaskránni.
Ég er hins vegar búin að panta grænt og feitletrað á sjálfa mig í nýju skrána og þar mun standa hugmyndasmiður en ekki kennari, bóndi (sem ég er ekki !) eða myndlistarmaður eða kona.

laugardagur, mars 04, 2006

Það er ýmislegt sem að kemur í ljós þegar að maður er andvaka. . . og fer að googla . . .




Það gæti þó aldrei verið . . . . . .



og svo er hér einn góður að lokum ! ! !

Öskubuska örugg skemmtun

Það er skemmst frá því að segja að óperan Öskubuska er frábærlega skemmtileg og aðal stjarnan er einnig langbesti söngvarinn. Það er Kópavogsbrautarskvísan fyrrverandi, Sesselía Kristjánsdóttir. Hún hefur yndislega rödd.

Ég er orðin syfjuð..... nema hvað og halla mér hér í Pokavogi, ég var orðin of syfjuð til að keyra beint heim. Þar að auki þurfti afturendinn á mér lárétta stöðu !
Go nat allesammen .....

föstudagur, mars 03, 2006

Snarl fyrir helgina

Ég óska öllum góðrar helgar með þessum tveimur líkamamyndum.



Föstudagur með Öskubusku

Ég skil ekkert í mér að nota ekki þetta blogg. Það er miklu fallegra og betra en bloggsentral.drasl.is !


Ég valdi mynd af stólunum sem að ég gæti alveg hugsað mér að eiga og eru hannaðir af P. Starck. Þeir sameina á dásamlegan hátt nýja og gamla tíma. Og ekki er verra að uppáhaldsliturinn minn er með í spilinu !!!




Ég er syfjuð vegna þess að í gær borðaði ég bæði sykur og hveiti og fékk í kjölfarið meiri nefstíflu.
Þetta gerist alltaf og ég gleymi þessu jafn harðan !!!!
Ekki skrýtið að manni batni ekki!
Ég er að bíða e. því að læknir hringi í mig svo að ég fái lyf og getið haldið í vesturátt. Ég ætla að fara sem fyrst og fá mér blund í Kópavogi til þess að hafa orku til að aka heim í kvöld eftir óperuna.