föstudagur, apríl 28, 2006

Frabært veður !

Veðrið er dásamlegt í dag. Full heitt hér í skólanum en nú er ég frjáls og get lagt af stað í bæinn.
Það er mikið sem að á að gera í bænum og ég hlakka til að hitta skemmtilegt fólk. Hér fyrir neðan er svo mynd úr skissubókinni af henni Gilitrutt sem er besta vinnkona mín og mitt íslenska alter ego. Mitt erlenda alter ego er Miss Loose Marbles.


miðvikudagur, apríl 26, 2006

No comments

Ég hef ekki fengið mörg komment á þessu bloggi.
Ég held nú samt ótrauð áfram. Ég þarf meira að segja að skrifa niður annan draum !
Aftur jafn "fyndinn" draumur sem ég hef ekki tíma til að skrifa hann niður fyrr en í kvöld.
Ég er að fara í sundleikfimi kl. 17. Það er fyrsti tíminn. Það versta er að ég var að fatta að ég GLEYMDI AÐ
MÆTA TIL TANNLÆKNIS KLUKKAN ÞRJÚ. Æ, æ æ. Ég gleymdi sko gemsanum heima svo að ekki gat tannl. hringt í mig.
Guðmundur reyndar er víst búinn að koma með hann og lauma honum inn í bílinn.
Æ, æ, æ. Obb. Ó boy. Jæja, það er víst búið og gert. Þýðir ekki að væla yfir því en þetta er í fyrsta skipti sem ég klikka hjá honum Sigurði.

mánudagur, apríl 24, 2006

Draumfarir

Mig dreymdi föðurafa minn í nótt. Ég var með frænku minni, Önnu Sólveigu, í Brekkurgerði, sem að amma og afi byggðu. Við áttum að mála þrjá veggi í húsinu í grænum tónum ! (nema hvað!). Ég var mikið að blanda og stúdera þetta og áður en ég vissi af var Anna búin að mála miklu fleiri veggi en við áttum að mála. Og það sem verra var. Hver veggur var í mörgum litum og allir í svaka geometrískum mynstrum !!!

Ég fór nú bara út eftir þetta. Nú bar svo við að umhverfið var annað en það er, eins og oft er í draumum. Það voru ekki nein hús í kring og stærri garður. Ég var strax komin á ökusláttuvél og farin að raka saman grjót með henni !!! Það var eitthvað framan á vélinni þannig að þetta var hægt. Það var sem sagt grjót í grasinu sem að þurfti að fjarlægja fyrst.
Svo var afi þarna allt í einu og hann lá og ég var ekki viss um að hann væri lifandi en hann var sofandi og það hafði fokið ljósum sandi yfir allt og hann lá í sandinum.
Seinna kom hann til mín með einhverri konu (sem hann virtist vera í tygjum við !) og var alveg í rusli varðandi málningarstússið í Önnu !
Ég gat róað hann því að ég hafði verið búin að tala við hana og segja að þetta gengi ekki. Ég var ofsalega umburðarlynd við hana og sagðist skilja hana vel en þetta væri ekkert mál, við myndum bara mála hvítt yfir þetta.
Ég sagði afa þetta og svo man ég ekki meir !!

Sumir draumar eru soldið klikk en þó svo að ég sé mikil mynsturkona og hrifin af grænu þá myndi ég aldrei vilja hafa stofuna mína svona málaða eins og hún var í draumnum !

sunnudagur, apríl 23, 2006

Fyndið plakat



Við Guðmundur höfum átt góða helgi. Veðrið er mjög köflótt. Áðan fór ég út á stuttermabol en núna myndi ég fara í þykka sokka og setja á mig húfu og trefil. Af því að ég er svo viðkvæm fyrir vorbirtunni myndi ég líka þurfa sólgleraugu því að birtan er mjög sterk í gegnum skýin.

Loksins vann Schumacher en blessaður Raikkonen minn komst ekki á verðlaunapall. Það tekur í að halda með þessum hæfileikaríka finna. Dýralæknirinn (hún er finnsk) sagði Guðmundi frá því hvað finnsk ungmenni fá mikla æfingu í því að aka á ís og að það væri almennt mikið verið að æfa glannnaakstur á hinum fjöldamörgu finnsku vötnum og því koma þaðan hæfileikamiklir ökuþórar.

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Sumar

Nú er sumar, gleðjist gumar,
gaman er í dag;
brosir veröld víða,
veðurlagsins blíða
eykur yndishag.

Látum spretta spori létta,
spræka fáka nú;
eftir sitji engi,
örvar víf og drengi
sumarskemmtun sú.

Tíminn líður, tíminn býður
sælan sólskinsdag.
Yndi er úti á grundum,
yndi, heim þá skundum,
seint um sólarlag.

Steingrímur Thorsteinsson

GLEÐILEGT SUMAR I ALLT SUMAR !

Takk kærlega fyrir veturinn !!!

Við erum enn hér heima. Fengum nefnilega meldingu um opinbera heimsókn úr vesturbæ Reykjavíkur.
Og var það full ástæða til þess að halda sig heima, svo ég tali nú ekki um bensínverðið !
Hólí mólí. Það er hrikalegt en samt ekki nein ástæða til þess að sleppa því að halda upp á sumardaginn í ró og næði í átta stiga hita og logni.

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Siðasti vetrardagur

Þá er loksins komið að því, Vetur konungur segir af sér í bili. Sumarið kemur á morgun !
Það vona ég. Veðrið virðist meinlaust á að líta héðan frá vinnuborðinu. Það var sól og sumar heima í morgun en ekki hér.
Kennslan var fín og svolítið skrýtið að fara strax aftur í frí og svo einn dag að vinna og svo aftur í frí !!!!

Á morgun er meiningin að fara í dagsferð um Suðurland. Ég gæti alveg hugsað mér að vera heima en Guðmund langar að fara á flakk og þá gerum við það ! Ekki spurning.


þriðjudagur, apríl 18, 2006

Eva Solo blomapottar

Alveg "brilljant" fyrir kryddjurtirnar ! Ég vil biðja ykkur um að láta mig vita ef þið finnið svona potta í búðum hér á Fróni. Þetta er bara snilld, maður er ekki nógu duglegur að vökva kryddjurtirnar og þá fer ekki vel...... Það er nælon snæri í efri pottinum sem liggur niður i neðri pottinn og virkar sem framhald á rætur plöntunnar. Svo sjúga þær í sig vatnið eftir þörfum. Maður fyllir svo bara á neðri hlutann alveg án þess að lyfta sjálfum blómapottinum.

Fuglasöngurinn er alveg hrikalega hávær !!!




mánudagur, apríl 17, 2006

GLEÐILEGA PASKA !!!

Aðeins einum degi á eftir !
Páskaegg þurfa ekki að vera úr brúnni drullu svo að við Guðmundur fegnum okkur bara pönnsur með sultu og rjóma í stað þeirra. Þetta var seinn morgunverður í gær og aðeins ódýrari en brúna drullan.

Nóg um svoleiðis því að í dag er veðrið alveg YNDISLEGT. Það er hlýrra og SÓLIN skín eins og henni sé borgað fyrir það.
Það er aldrei að vita nema að við bregðum okkur af bæ. Í gær var gestkvæmt og var það mjög skemmtilegt. Daginn áður nefnilega misstum við Fanney og fjölskyldu sem fór heim í sollinn.

ÞEIR SEM HAFA REYNT AÐ SKRIFA KOMMENT HJÁ MÉR OG EKKI GETAÐ: ÞAÐ ER HÆGT NÚNA. Þetta var auðvitað spurning um e-a stillingu sem ég hafði ekki spáð í. ENDILEGA SKRIFIÐ Í GESTABÓK !!!


föstudagur, apríl 14, 2006

Föstudagurinn langi

Hann styttist.
Í gær komu hér foreldrar mínir með Fanneyju og Gísla. Þau fóru svo afut um kvöldið og tóku Gísla með sér. Þau höfðu ætlað
að fara í stutt páskaferðalag og gista hér í nótt. En... klósettið gleymdist heima og spáð var roki í dag svo að þau hættu við í bili. Fanney og ég höfum haft það gott og meðal annars verið í Búðinni í dag að snuddast. Mér tókst að taka örlítið til og henni að teikna eitthvað. En hún er frekar slöpp svo að hún verður að taka því rólega. Katrín er hér áfram og er ánægð með barnaefnið sem boðið er upp á í tv á svona dögum.
Það er alveg logn hjá okkur núna, sem betur fer. Rokið var óspennandi svona með vætu.
Það er gott að vera í fríi og hafa skemmtilega gesti hjá sér.

miðvikudagur, apríl 12, 2006

Veiðisögur og afmæli

Þessi mynd er í boði Vísindavefs HÍ.

Haldið ekki bara að herra GR hafi tekið sig til í dag og farið á veiðar !
Reyndar tók hann bara stöngina með þegar hann fór að gefa hrossum , en viti menn.
Hann hafði tveggja punda (+200 gr) bleikju upp úr krafsinu ! Og það í miðjum apríl mánuði ! Hann er búinn að segja veiðisöguna tvisvar í dag og á morgun fær hann nýja áheyrendur og getur sagt hana aftur ! Mor og far og Fanney og Gísli litli koma.



Já, og mamma á afmæli í dag !!! TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ FRÚ SHJ !
Ekki amalegt það. Hún fær afmæliskossinn á morgun.

mánudagur, apríl 10, 2006

Frændi minn, Norðurlandameistarinn

Ég er því miður ekki með nýjustu myndirnar en frændi minn, Jónas Ásgeir Ásgeirsson, er nýkrýndur Norðurlandameistari í skylmingum í sínum aldursflokki. Hann verður 13 ára í júlí.
Ég er mjög stolt og birti því mynd af unga manninum í tilefni dagsins.
Vonandi fæ ég nýrri myndir af Jónasi í fullum skrúða sem fyrst.

sunnudagur, apríl 09, 2006

Veisluhelgi

Í gær var ég í fertugsafmæli og í dag fer ég í fermingarveislu. Síðan höldum við frænkur, Katrín Björg og ég, heim á leið í sveitina.

ÞAÐ ER GAMAN AÐ VERA Í PÁSKAFRÍI !

föstudagur, apríl 07, 2006

Frabærir jarðgerðarkassar

Ég bendi ykkur á að skoða þessa heimasíðu: www.sviri.is. Þar eru til sölu þessir frábæru jarðgerðarkassar til nota innan dyra. Það fer lítið fyrir þessu og það er engin lykt.
Kassinn kostar aðeins 19 þús krónur.



þriðjudagur, apríl 04, 2006

Timinn heldur afram að liða.....

Það eru 40 dagar, 19 klukkustundir, og 12 mínútur þar til við Guðmundur fáum húsið afhent !!!!


mánudagur, apríl 03, 2006

Mjukur manudagur

Jæja, þá er hætt að snjóa. Þetta var alveg gullfalleg púðursnjókoma. En sem betur fer varð ekki mikið úr. Vonandi kemur ekki meira fyrr en í desember.
Jæja, gærdagurinn var fínn. Svolítið mikil seta en ég lifði það af !
Katrín stóð sig alveg ofsalega vel. Eftir að hafa fylgst með krökkunum á undan var ég ekki alveg viss. Það kom misjafnlega vel út og mér fannst tónlistin of hátt stillt og hljóðvinnslan svona og svona. En þetta var í góðu lagi hjá henni, vegna þess að hún heldur lagi ! Svo var það alveg augljóst að hún hafði afskaplega gaman af þessu. Frænka okkar, og fyrrum vinnukona, Anna Laufey var líka með og hún var líka greinilega að fíla þetta í botn. Það voru ekki allir í jafn miklum fíling og þessar tvær frænkur.
Ég þekkti til margra barna sem þarna komu fram, því átti ég ekki von á fyrirfram en er auðvitað svo sem lógískt, þar sem ég þekki marga sem eiga börn á þessum aldri.

sunnudagur, apríl 02, 2006

Sönglist

Systir mín var að fá sér þráðlaust net, loksins. Og núna er maður að prófa hvort að það sé ekki eins og það á að vera. Ég er annars hér í bænum til að fara á uppákomu í Borgarleikhúsinu þar sem að systurdóttir mín mun syngja og koma fram. Þetta eru lokin á námskeiði sem að hún hefur verið á.