laugardagur, júlí 29, 2006

Myndir ur bruðkaupsafmælinu














Mjaltafri

" það er fiskur í matinn, ligga lei -i "

Gísli syngur og hoppar og skoppar og æpir og skrækir. Svo eru það miklar leikfimisæfingar sem að hann þarf að sýna mér.
Hann er mikill íþróttamaður og hoppar og skoppar og gerir magaæfingar.
Já, hann er alveg ótrúlegur.

Guðmundur er í mjaltafríi í kvöld og fyrramálið. Við höfum verið í búðum hér á stór pokavogssvæðinu.
Við ætluðum að kaupa okkur eldhússtóla en ekkert varð af kaupunum. Við náðum hins vegar að ná okkur í fína ryksugu í Elko.
Núna erum við hjá Fanneyju. Hún ætlar að elda ofan í okkur.

Svo förum við á Selfoss og sofum þar. Við ætlum að setja upp gardínur og ýmislegt smálegt dútl sem að þarf að gera. Ég get sennilega ekki byrjað á bíslkúrnum fyrr en á þriðjudag. En ég ætla að vera með bækistöðvar á Selfossi frá og með mánudagskveldinu. Um helgar get ég farið til Guðmundar í sveitina.
Það gekk stórkostlega vel með flutningana og nú eru eiginlega öll húsgögnin í stofunni, nema rúmið er komið á sinn stað.

fimmtudagur, júlí 27, 2006

Fanney a afmæli i dag

Nu eru leggir Gilitruttar þreyttir. Ég hef verið að hamast við að pakka með aðstoð auðvitað Guðmundar og Stefnis.
Ekki mikið dót. Þetta verða aðallega mublur sem að við flytjum í dag. Ég pakkaði aðallega dóti í búðinni sem á að fara í bílskúrinn á Selfossi í nýju vinnustofuna.

Með hálp mágs míns, Eggerts, tókst að klára stofuna, forstofuna og gesta wc. Ég byrjaði á þvottahúsinu en ætla ekki að klára það strax. Þvottavélin kemur seinna og því liggur minna á. En það liggur á bíslkúrnum og ég ætla að byrja á honum á sunnudaginn, ef Guð lofar.

Pabbi var að hringja (18:15) og er staddur á Selfossi ásamt Ásgeiri (bróður mömmu). Hann er á flutningabíl og flytur fyrir okkur. Ég fæ í staðinn að geyma nýja húsbílinn hans hér í nýju tjald- og fellihýsageymslu Guðmundar.

Þetta er allt agalega spennandi.

Það blæs vel og hressilega hér á Núpi. Bara hressandi.

Svo er það : TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ Í DAG , FANNEY MÍN
OG..... til hamingju með afmælið, Ragnheiður Hrefna !
og ..... til hamingju með afmælið , Óli frændi.........

mánudagur, júlí 24, 2006

Allt er fertugum fært

Ég segi bata: brúðkaupsafmælið var frábært og tókst hrikalega vel.
Veðrið var geggjað og ég er með fullt af myndum sem bíða e þvi að komast hingað á bloggið.
Her er ég ein núna. GR og Stefnir foru á Hellu að sækja þvottavélina. Styrmir fór í bæinn í gær með Fanneyju og kó.
Katrín fór í morgun með mömmu og pabba. Hún ætlar , seinna í vikunni, að fara í húsbílaferðalag með þeim.

Áætlað er að flytja húsgögn héðan á Selfoss á fimmtudagskvöldið. SVo er eg að fara þangað í dag að mála. Mágur minn, Eggert, ætlar svo að koma á morgun og hjálpa mér. Það er mikið í gangi hér.

laugardagur, júlí 22, 2006

Laugardagur og Lukka Liggur uti her

Bambala bó, ein var hér og hló.

Leirburður í tilefni dagsins.
Á morgun er 40 ára brúðkaupsafmæli mömmu og pabba.
Í kvöld verður farið út að borða hér í sveitinni og á morgun er brullups bröns.
Von er á þeim og Asgeiri og kó á húsbílunum á eftir.

Sólrún og Dóri komu við á austurleið og báru mér þær fregnir að fæðst hefði frændi þ. 4. júlí.
Hann er Hauksson og ég leyfi mér hér með að kalla hann Fannar þar sem að hann fæddist á´afmælisdegi
Fanneyjar ömmmu.

fimmtudagur, júlí 20, 2006

Solardagur i sælurikinu

Haustmánuður byjrar í dag samkvæmt almanakinu ,

hér er ekki haustlegt heldur sumarlegt. Í dag langar engum til að hugsa um haustið.

Þessa vikur hefur verið sett heimsóknarmet á Núpi eitt. Í gær fengum
við fulla rútu af erlendum ferðamönnum í kaffi til okkar. Reyndar voru þeir bara tíu. Það var david sam, frændi Stefnis og Simma, sem kom hér í hlað með ferðamenn í eldri kantinum , flesta danska. Þrír voru kanadískir og ein norsk.
Þau voru himinlifandi yfir því að fá að koma inn í kaffi á íslenskt heimili og það var gaman að fá þau.

Þvottavélamálin tóku óvænta stefnu í gærkveldi þegar ég var að setja í vél fyrir nóttina. Ég ráðgerði mikla þvotta í dag á rúmfötum. Og nú er sko þurrkurinn til þess.
Nei, lokið á velinni datt af. Það hefur reyndar gerst áður og okkur tekist að skella því á aftur en í morgun þegar GR fór að hyggja að þessu, þá vill lokið ekki lokast og nú er hann að skella vélinni í bílinn til þess að keyra henni á Hellu til rafvirkja !!
Grautfúlt að standa í svona þegar þurrkurinn er í hámarki en maður verður víst að bíta á jaxlinn og vera þolinmóður. Þvottavélin í mjólkurhúsinu er lengi búin að vera í ólagi og gr ætlar að kippa henni með líka.

Það verður áfram gestagangur og barnafjöld hér á bæ. Um helgina koma bræðrasynir GR, Hrannar og Daði. Síðan stendur mikið til í fjölskyldunni vegna 40 ára brúðkaupsafmælis mömmu og pabba sem verður á sunnudaginn. Þau bjóða börnum og mökum út að borða á Hótel Eddu og svo verður brönsj í þeirra boði hér a sunnudaginn ! Miikið stuð og fjör. Hér verða 2 húsbílar og eitt safari tjald. Myndir af því seinna. Pabbi á nýja myndavél og ég get tekið myndir á hana.
Meira seinna.

VEÐRIÐ ER GEGGJAÐ

miðvikudagur, júlí 19, 2006

Syfjuð eyfellsk ros.....

Ég er búin að vera á netinu að leita að myndum af rósum. Kolfinna á Nýjabæ, er að fá nýtt herbergi og vill fá rósir málaðar a vegg og loft hjá sér. Það er endalaust til af myndum á netinu af fallegum rósum.
Uppáhalds liturinn hennar af rósum er blár. Þær eru líka alveg dásamleguar, bláu rósirnar.

Það er sól og sumar undir Eyjafjöllum í dag , þó ekki nema 16 gráður. Vindurinn sem kemur inn í hús er kaldur.

La nuit de Laxness


Einginn karlmaður veit hvað kvenmaður veit og það mun ekki vitnast fyren fæðast samvaxnir tvíburar, kallbarn og kvenbarn í einum kroppi.

Paradísarheimt HKL

Í okkar samfélagi er ekki til nema einn glæpur verulega hættulegur ... og það er að vera ofanúr sveit.
-Atómstöðin, 26. kafli. Organistinn.

þriðjudagur, júlí 18, 2006

Annriki

Gestir, barnastúss og margt margt fleira.
Guðmundur og ég borðuðum fyrstu kvöldmáltíðina saman á Selfossi í gær.
Anna, mor til Stefnir og Styrmir, mjólkaði í gær.
Við máluðum og versluðum.

Hér var Gísli , 3 ára, um helgina og auðvitað Katrín. Systir mín fékk barnafrí.
Það gekk frábærlega vel.
Það var ættarmót hjá Guðmundarætt, systikina pabba hans. Hér komu því tugir á sunnudaginn og nokkuð margir þeirra komu hér inn í hús að skoða og sumir fengu kaffi.
Og ég má ekki vera að því að skrifa.........

miðvikudagur, júlí 12, 2006

Kaffi Krus

Hér situr maður nú og surfar á netinu með latte á borðinu.
Strákarnir eru komnir í Selfossbíó og fundurinn minn byrjar ekki fyrr en kl. átta.
Við fórum í Bónus. Þeim finnst gaman að svona innkaupaferðum, hvort sem að þið trúið því eður ei.
Svo fengum við okkur pölser í Réttarholtinu. Þessir strákar eru mjög hrifnir af íslenskum (SS) pylsum en eru lítt hrifnir af þeim dönsku.

Við Guðmundur fórum að heimsækja Siggu P og Guðjón á Skógum í gærkveldi. Það var gaman eins og alltaf.
Þau eru með sumardvöl fyrir einstaklinga með ýmis konar fötlun og þroskahömlun. Þau gera það mjög vel og allir eru ánægðir hjá þeim. Ég þekkti 3 þar. Einn sem var á Kópavogshæli í gamla daga og ég hef hitt áður hjá Siggu. Það var hann Höskulur sem sýndi mér mikla gestrisni og sá til þess að Sigga færði mér hvern kaffibollann á fætur öðrum. Svo voru það Lína og Árni frá Sólheimum. Það voru alls níu manns. Sigga er með heitan pott og alles. Þetta er alger sumarparadís.

Ég býst við því að vera hér aftur á morgun., þó mig langi mest til að vera heima í sveitinni þar sem að fjörið er. Ég var að hugsa um að nota fimmtudag og föstudag í málningarvinnu þar sem að systkinin Gísli og Katrín Björg koma á föstudaginn. Gísli ætlar að vera fram yfir helgi. Ég fer sjálf með hann í bæinn þar sem að mér er boðið í afmæli tl vinkonu minnar, Kristínar Bjargar. Það ætti því að verða mikið stuð hjá okkur um helgina.

mánudagur, júlí 10, 2006

Heitur sumardagur

Geggjað veður í dag hér undir fjöllunum. Ég hef samt haldið mig við inniverkin að nokkru. Þar er að mörgu að hyggja þar sem nú stendur yfir undirbúningsvinna fyrir væntanlega flutninga. Þetta gerist allt hægt og rólega hjá okkur Guðmundssen.
En nú er mér óhætt að fara út. Ég er búin að maka á mig sólarvörn. Númer 50 + held ég. Ég þoli ekki lengur mikla sól í andlitið því að ég fæ brúna bletti. Þeir eru þarna en dökkna og fjölgar við sólargeislana og þarf ekki sól til að það gerist. Nóg að það sé léttskýað og að maður sé útivið. Ég sem var brjálaður sóldýrkandi forðast nú sólina ! Það er af sem áður var , myndi maður segja.
Ég fór út áðan og tók til græjur og núna er GR að slá í kringum jarðaberjakassann fyrir mig. Eygló, systir GR, gaf okkur jarðaberjaplöntur fyrir margt löngu. Og nú eru þær að blómstra í fyrsta skipti en eru því miður í mikilli baráttu við alls kyns "óværu" , svo sem gras, sóleyjar, njóla og annað þess háttar. Verkefni dagsins er að bjarga þeim frá köfnum og sjá til þess að einhver ber líti dagsins ljós í haust. Svo dróst það nú að setja plast á kassann (maður ræskir sig nú...) og ætla ég nú að bæta úr því. "Betra seint en aldrei" hefur lengi verið uppáhalds máltæki mitt þar sem það reddar heiðri mínum ansi oft.
"Dönsku" drengirnir, Styrmir og Stefnir eru farnir upp í fjall á sundskýlum til að fara í fossasturtu. Það er vinsælt hjá krökkum hér að fara upp í fjall á góðviðrisdegi og bleyta aðeins í sér. Ég skil það mjög vel því að ég man vel eftir þeim dögum er maður undi sér við að busla í vatni þegar færi gafst. T:d. með langömmu í bústað hennar í Fljótunum og við Hvin , við Þingvallavatn. Þar var spennandi lækur að leika sér í og var jafnvel hægt að liggja þar á vindsæng. Seinna fór ég svo í "randonné aquatigue" í Cevenna fjöllunum í Suður Frakklandi. Þar fór ég niður árfarveg í blautbúningi og voru ýmsar kúnstir stundaðar á leiðinni. Svo hefur maður nú farið nokkrum sinnum í "river rafting" og líka stokkið úr nokkurri hæð út í Hvítá og líka þessa frönsku á , sem ég man ekki lengur hvað heitir.

föstudagur, júlí 07, 2006

Hlyindi

Það er óskaplega hlýtt hér undir Eyjafjöllum. Algert logn og skýað. Frábært veður til garðverka, til að mynda.
En ég fékk allt í einu smá tiltektarkipp og því er ég inni við með opið út á hlað svo að ég fái smá ferskan andblæ inn til mín og svo rek ég nefið út öðru hvoru til að njóta blíðunnar og fá smá tilbreytingu.

fimmtudagur, júlí 06, 2006

Fimmtudagur og frökenin fer

Frökenin er að fara að taka rútuna á eftir. Hún er að leggja af stað í ferðalag með fjöslkyldu sinni í kvöld. Þau fara til Ólafsfjarðar.
Guðmundur var að koma frá lækni og það hefur þornað til .
Ekkert sérstakt að gerast hjá okkur í morgun. Krakkarnir fóru upp í fjall og renndu sér svo niður á rassinum. Það sést enn farið í hlíðinni eftir þau og ég er með grasgrænar nærbuxur í þvottahúsinu.

miðvikudagur, júlí 05, 2006

Þoka, bleyta og afmælisboð

Í dag er svipuð leiðindi í veðrinu og í gær nema hvað mér virðist vera minni vindur.
Heimilishaldið gengur vel og börnin eru virk. Klukkan eitt koma vinir Katrínar úr sveitinni og þá verður haldin pizzu- og ísveisla.
Ég er syfjuð enda lengi að vakna, þrátt fyrir morgunmat, lýs og önnur bætiefni sem og dásamlegt kaffi.
Svo er það Selfoss seinni partinn og Bónus og fundur.

þriðjudagur, júlí 04, 2006

Fimm manna "fjölskylda" !

NÚna erum við með þrjú börn í fóstri. Stefnir og Styrmir komu hér fyrr í kvöld og nú er ég að klára að koma þeim fyrir. Stefnir er með Guðmundi í fjósinu. Það var kýr að bera fyrr í kvöld og það þarf eitthvað að sinna henni. Kálfurinn var reyndar dauður en það er nú annað mál. Klukkan er orðin margt og þetta hefur verið góður dagur. Það er gaman að fá skemmtilegt fólk í heimsókn og ég gerði fiskibollur sem að ég var mjög ánægð með.

mánudagur, júlí 03, 2006

Heima er Bezt aftur

Það er blíða undir fjöllunum, mér finnst vera svalt en Guðmundi og Katrínu finnst vera heitt !!! Því hafa þau opið út og mér er því skítkalt bara.
Við fórum í afmæli í Breiðholti í gær til frænda okkar Jónasar sem varð 13 ára, mamma hans og Harpa vinkona Fanneyjar eiga afmæli í dag. Ragnar Lárusson , systursonur Guðmundar á afmæli á morgun. Amma Fanney átti líka afmæli 4. júlí.

Við hömuðumst við að klára ganginn í gær og þegar við vorum langt komin birtist Guðmundur sjálfur öllum að óvörum. Því var tekið til hendinni að undirbúa stofuna undir málningu og gekk það vel enda munaði um bóndann. Klárað var að mála fyrri umferð á stofuloftið áður en við héldum í borgina.
Málið var að ég var ekki viss um að fara í afmælið vegna þreytu en þegar faðir minn læsti lyklana inni í húsbílnum sínum var ekki um annað að ræða en að koma honum í Kópavoginn til að sækja varalykla ! Við tókum líka Katrínu með sem ætlar að vera hér fram á fimmtudag þegar hún fer í ferðalag norður í land með fjölskyldu sinni.
Pabbi minn er búinn að klára að mála loftið ! Hann gerði það þegar við komum til baka í gærkveldi. Hann var alveg óður í að klára þetta, það var ekki nokkur maður að reka á eftir honum. Ég er honum því enn þakklátari en áður.

Í dag koma hingað bræðurnir Stefnir og Styrmir en þeir voru hér líka í fyrra. Og svo á að halda litla sveitaafmælisveislu fyrir Katrínu með vinum hennar í sveitinni, það verður á miðvikudaginn.

Svo má þess geta að í gær sendu karlarnir mig út í búð að kaupa meira teip og annað og ég kom heim með hjól, lás og hjálm !!! Ég er hæst ánægð með að geta hjólað um á Selfossi með mig og Lukku mína. Ég bíð miðvikudagsins með eftirvæntingu til að geta farið í hjólreiðaferð.

sunnudagur, júlí 02, 2006

Skrif gærdagsins

1. júlí, 2006

Veðrið hér á Selfossi hefur verið afar gott í dag. Ótrúlega hlýtt og sólskin
af og til og rúmlega það. Ég kom hér í gær úr Reykjavíkinni. Ég fór út að ganga
með Lukku og fékk gesti. Ásgeir frændi og hans fjölskylda, á nýja húsbílnum sínum
með son Lukku, hann Makka.

Rétt f. hádegi í dag kom pabbi enn einu sinni til að hjálpa mér að mála ! En ekki hvað ?
Hann á von á að fá fálkaorðu Margrétar fyrir vel unnin störf í þágu frumburðarins.
Sá fyrsti sem fær orðuna verður hins vegar hann Guðmundur fyrir að búa með mér.
Ég á aðeins eftir að búa til orðurnar sjálfar og ákveða viðeigandi seremóníur fyrir
afhendinguna.

Nú þegar klukkan er að verða hálftíu á laugardagskveldi þá er búið að mála ganginn.
Loftið búið, en á eftir að fara eina umferð yfir veggina. Það gerum við í fyrramálið og
ráðumst svo á stofuna sjálfa.

Mikið hlakka ég til.

Það er öðru vísi að flytja hingað en á marga aðra staði sem að ég hef búið á.
Hér hef ég aldrei búið en hér þekki ég þó nokkuð marga.
Ég fer varla út án þess að hitta einhvern sem að ég þekki. Ég þekki auðvitað
nokkra í Grímsnesinu frá því að ég bjó þar og svo er Selfoss auðvitað
metropollis Suðurlands og hingað koma allir Rangæingar til að versla í Bónus
osso videre.