föstudagur, september 29, 2006

Flott í frænkuferð

Þessi stígvél myndu henta vel í sumarbústaðaferðina sem áð ég er að fara í.
Svo er hér líka ansi lekker skyrta. Ég fann þessa hluti á netinu , nema hvað.
Setti inn "toile" og svo myndaleit og þá kom margt fallegt í ljós.

miðvikudagur, september 27, 2006

Gangan i gær

Það var alveg mögnuð stemning í gær. Alveg einstök og ég hef aldrei verið í göngu þar sem að er klappað !

mánudagur, september 25, 2006

Manudagskvöld

Ég er orðin syfjuð. Ég fór seint að sofa í gærkveldi. Það var samt hressandi að fá heimsókn í kvöld. Katrín Valgerður vinkona mín kom í mat og spjall. Það var frábært. Við ætlum að hittast á mánudögum til skiptis hjá henni og hjá mér. Næst verðum við í bílskúrnum því að þetta eiga að vera vinnustofuheimsóknir.

laugardagur, september 23, 2006

Eg ma vera pirruð

Já, það er í lagi.
Ég má það alveg án þess að fá samviskubit.
Núna sit ég og horfi á þátt Jóns Ólafssonar í fyrsta skipti.
Mér finnst afskaplega gaman að sjá klipp frá svarthvítum dögum RÚV. Það rifjar ýmislegt upp úr æsku minni.
Það eina sem vantaði í þáttinn um barnaefni RÚV voru Sigga og Skessan sem að ég var afar hrifin af á árum áður.
Talandi um rúv þá er fyrsta sjónvarpsminning mín tengd Vestmannaeyjargosinu 1973. Þá var ég fimm ára og hafði eignast um jólin afar flottan dúkkuvagna sem kom sko frá "úttlöndum". Móðurbróðir minn var í siglingum á þeim tíma og þetta var ein dásemd að eignast þennan vagn. Hvað um það. Þarna í fréttunum var verið að sýna þegar að eigur eyjamanna voru hífðar í báta og úr bátum og viti menn. Í fréttatíma sá ég MINN vagn svífa um í loftinu við bryggjuna í rvík eða annars staðar.
Hjá mér var allt svo einstakt, ég hélt í alvurinna að bara ég ætti svona flott !!!
Ég var naif þá og er það enn !!!

föstudagur, september 22, 2006

Heima er bezt..

... með Guðmundi.

Ég kom heim f. ca klukkutíma síðan af vel heppnuðu kennaraþingi tli að taka á móti
Guðmundi hér á Selfossi. Hann verður ekki lengi því að það eru leitir fyrir austan á morgun. Ég fer ekki, ég ætla að vera hér í þagnarbindindi ef ég get.
Ég hef sjaldan verið eins illa haldin af hálsbólgu og núna. Það verkjar út í eyru og það er ekki gott að tala eða kingja. Ég hef drukkið mikið magn af tei og í kvöld ætla ég að búa til gulrótarsafa og trúa því að c vítamín í miklu magni, virki vel. Ég á gommu af lífr.ræktuðum gulrótum ofl þannig að ég hlýt að fá mikið C í plús.

Heima er bezt..

... með Guðmundi.

Ég kom heim f. ca klukkutíma síðan af vel heppnuðu kennaraþingi tli að taka á móti
Guðmundi hér á Selfossi. Hann verður ekki lengi því að það eru leitir fyrir austan á morgun. Ég fer ekki, ég ætla að vera hér í þagnarbindindi ef ég get.
Ég hef sjaldan verið eins illa haldin af hálsbólgu og núna. Það verkjar út í eyru og það er ekki gott að tala eða kingja. Ég hef drukkið mikið magn af tei og í kvöld ætla ég að búa til gulrótarsafa og trúa því að c vítamín í miklu magni, virki vel. Ég á gommu af lífr.ræktuðum gulrótum ofl þannig að ég hlýt að fá mikið C í plús.

miðvikudagur, september 20, 2006

Hostasaft og hallæri

Það væri gott að vera í vinnu núna þar sem að maður þyrfti ekki að nota röddina.
Ég er ekki veik en ansi slöpp og með hálsbólgu. Ég fór því í ríkið hér á Selfossi áðan og keypti mér "hóstasaft". Ég vildi að ég gæti sleppt fundi í kvöld en það yrði mér ekki til hagsbóta svo að þangað til læt ég fara lítið fyrir mér.

Á morgun verður svo farið á haustþing sunnlenskra kennara á Flúðum og komið aftur á föstudaginn. Þangað til næst hafið það gott.

þriðjudagur, september 19, 2006

Bollar og usb stykki..

Er hann ekki æðislegur ?



Svo rakst ég líka á alveg afskaplega áhugaverðar útgáfur af usb lyklum. Ég myndi ekki velja puttann.....


Á siðustu öld

... fæddist ég. Þetta vita margir enda ekki erfitt að reikna.

Hvaða bull er þetta annars í konunni ?
Málið er bara þannig að ég er eitthvað slöpp til heilans vegna kvefs.

sunnudagur, september 17, 2006

Romantiskur kvöldverður

Hér var gestkvæmt í dag. Foreldrar mínir komu, móðurbróðir minn og nafna mín Tryggvadóttir, starfsystir mín úr Hvolsskóla.

Síðan fórum við Guðmundur á Kaffi Krús þar sem að hann bauð mér upp á kvöldverð. Afskaplega góður matur þar. Núna höfum við það gott og súpum á ilmandi góðu kaffi.

Banaslys á Suðurlandsvegi

Það fór ekki á milli mála í gærkveldi að eitthvað mikið hafði gerst , ég heyrði í sírenunum láta verulega illa og ég vonaði að það væri ekki slæmt slys. Því miður var það ekki svo. Hestamaður varð fyrir ungum ökumanni. Ungi maðurinn er á sjúkrahúsi en hestamaðurinn lést.

Þetta er svo nálægt mér og mér er ekki alveg sama um Guðmund sem er nú á leiðinni hingað til mín. Ég veit að hann fer varlega svo að ég hef ekki miklar áhyggjur enda hjálpa þær manni ekki neitt, nema síður sé.

Mín skoðun á þessum umferðarmálum er sú að hér sé um þjóðfélagsmein að ræða og að þetta sýni bara hvað við Íslendingar eigum allmennt í vanda með lög og reglur og að taka tillit til annara en okkar sjálfra. Við erum afskaplega miklir egóistar og erum að ala upp þannig fólk. Auðvitað alhæfi ég en svona sé ég þetta, við erum kóngar í ríki okkar og þar með á vegunum.

Ég lendi oft í því að ekið sé framúr mér á beinni línu. Meirað segja TVÖFALDRI BEINNI LÍNU (í beygjunni neðst í Kömbunum.) Oft er ég á löglegum hraða en oftar ekki aðeins meira en það. Ég er samt ekki að KEYRA NÓGU HRATT !!! Ég hef lent í því að menn með aftanívagna, fellihýsi og hestakerrrur þurfa líka að keyra hraðar en ég. Samt mega þessir ökumenn ekki keyra hraðar en 80. Samt keyri ég frekar greitt og ég fer oft yfir hámarkshraða. Samt sjaldnar og sjaldnar, sem betur fer. Í Kömbunum er hámarkshraði 60 - 70 km/klst. Samt keyri ég á 80 eða þar um bil. Og aðrir miklu hraðar en það. Ég skil það nú bara ekki. Á vetrum keyri ég miklu hægar og þeir þurfa að fara fram úr mér á hálkunni og allt !

Fullt af ökumönnum er ok og þeim má alveg fjölga....

Sunnudagur

Ég átti mjög góðan dag í gær með félögum í rvíkinni. Mér finnst það enn hafa verið í dag en þar sem klukkan er á leiðinni að verða hálftvö þá er það víst rétt að segja í gær.

Ég frétti það hjá augnlækni í gær að ég væri að eldast... hafði bara ekkert tekið eftir því og skellti skuldinni af daprari sjón á allt annað !!! Ég fékk resept fyrir nýju gleri .....

fimmtudagur, september 14, 2006

Rokkanova að klarast

Finnst ykkur ekkert skrýtið hvernig þessi Dave Navarro talar. Alveg sama hvort hann sé að tala við karl eða konu.
Þá er það alltaf, "Hey babe" eða "baby" ?

Skrýtið finnst mér.

Það verður annað hvort Dilana eða Lucas. Kannski vegna lúkksins en Toby er líka ágætur. Annars er þetta ekki eitthvað sem að skiptir máli og ég ætlaði ekkert að vaka yfir þessu !!!

Ég er ekki að kenna í fyrstu tveimur tímunum á morgun.

Thesaurus

babe noun 1 literary : a babe in arms. See baby noun sense 1 .

2 informal : what a babe! beauty; informal hottie, looker, bombshell, heartthrob, knockout, fox, (piece of) arm candy, eye-catcher, dish, boy toy, hunk.

miðvikudagur, september 13, 2006

6 - 7

Det er en lude. Ég er að horfa á fólk sem er að borða. Mér finnst það ekki gaman, þó svo það sé í sjónvarpinu.
Hins vegar er þetta ekki það mikilvægasta við daginn.

Dagurinn var mjög góður og skemmtilegur í vinnunni.
Lukka og Guðmundur fóru heim í morgun. Guðmundur heldur að hann verði búinn með fjárhúsið um mánaðarmótin.
Það er því spennandi að bíða eftir mánaðarmótunum.

þriðjudagur, september 12, 2006

Rokkstar æði á Selfossi

Rockstar verður í beinni í Selfossbíói í kvöld og annað kvöld. Maður getur tekið ferðatölvuna með sér og kosið á netinu OG sent sms. Ja, hérna hér, ég mun ekki nenna.
Mér finnst að hann eigi að detta út í kvöld. Sorrý, þetta finnst mér bara.



Þessi mynd er eftir nemanda, gerð í tíma í dag.

mánudagur, september 11, 2006

Óvænt gleði

Ég er mjög þakklát.
Ég fékk óvæntan gest.
Þegar Guðmundur kom í kvöld heyrði ég kunnuglegt tipl á parketinu og ég stökk upp úr sófanum af gleði.
Hver var þarna komin önnur en hún LUKKA mín !
Þvílík gleði og ánægja yfir endurfundunum. Hún fékk kembingu og hjólreiðaferð með mér út á Esso stöð. Hún hlóp á undan mér hún er svo rösk.
Ég þurfti að kaupa mjólk handa GR og taB handa mér. Ég á bara soyjamjólk á heimilinu vegna þess að ég er að reyna að minnka kvef og mjólkin er svo slímmyndandi.

Jæja, vildi bara deila þessari gleði minni. Go nat.

P:s. Lukka liggur á nýja bælinu sínu sem ég útbjó handa henni í snatri.

Nogle minutter senere . . . . . . . .

ha ha, það geggjað að vera á netinu í sinni eigin tölvu á MAKKA. Ekki það að pc dugi mér ekki vel í vinnunni en þetta umhverfi er meira svona "heima" fyrir mig.
Þetta gekk fljótt fyrir sig enda gerir það það þegar maður fær sérfræðing heim sem reddar þessu. Jeg elsker min talve þó að hún sé í hálfgerðu lamasessi....
ég þarf að skutla henni í umboðið fljótlega...

Jæja, sólin skín hér á Selfossi sem aldrei fyrr og þurrkar upp rokið og rigningu gærdagsins.

Ég var að uppgötva nýja tónlist í gær. Það er vegna þess að ég fór að horfa á óstöðvandi tónlist á skjá einum, enginn skjar í sveitinni sko. Jæja, svo kom í ljós að þessi gæji, Bill Callahan, sem er hljómsveitin Smog, er búinn að vera hér á landi og spila í Fríkirkjunni minni !!! Að ég skildi ekki vera búin að uppgötva hann fyrr.
Bömmerinn er að þessi skífa er ekki til hér á Selfossi og því kemst ég ekki til að kaupa diskinn í dag. Þetta var svona ást við fyrstu sýn og þá verður maður að fá diskinn STRAX Í DAG. Ég verð að athuga 12 tóna....

mandag með mere

Ég er nýkomin úr síðbúnum hádegismat.
Hringir ekki adsl manden og ég verð að rjúka strax aftur heim... !!!
Ég tek með mér vinnu heim til að þurfa ekki að koma aftur.
En ég slepp kannski ekki... nú það er ekki langt að fara og ég á eftri að hjóla í dag......

fimmtudagur, september 07, 2006

Gemsinn ?

Já, hvar er hann ?
Ég hélt að ég hefði skilið hann eftir í húsi í gær og leitaði því ekki vel heima.
Fór í húsið í morgun en enginn sími. Þetta er skýringin á því að ég svara ekki í símann í augnablikinu !!!

Ég er að fara að sækja bílinn í viðgerð yfir á. Hann hefur verið á verkstæði síðan á mánudag. Hann þjáðist af gangtruflunum og er víst búið að bæta úr því núna. Eins gott því að ég er að fara á 2 daga námskeið í Rvík á morgun og á að vera mætt klukkan þrjú.

miðvikudagur, september 06, 2006

Afreksdagur

Afrekið sem umræðir, ef afrek skyldi kalla, mun vera sú staðreynd að ég fór á fætur rúmlega sex í morgun til að vera mætt í sundleikfimi korter í sjö. Þetta var fyrsti tíminn og þetta hafðist vegna þess að Guðmundur er á Selfossi og hann er morgunhress og var vaknaður á undan vekjaraklukkunni. Ég veit ekki hvort að ég hefði haft þetta af án hans. Mér fannst ég ekki vera vöknuð fyrr en eftir að tíminn var búinn !

Þetta var mjög gott en ég á eftir að sjá hvað ég held þetta lengi út. Að vakna þetta snemma tvo morgna í viku er óvíst. Ef að Guðmundur er heima þá getur þetta gengið. Hann rekur mig nefnilega snemma í rúmið á kvöldin líka. Ég er svolítið fyrir það að vaka eins og sumir þekkja enda er ég sannkölluð B ef ekki C manneskja. En þjóðfélagið starfar eftir A fyrirkomulaginu að mestu leyti og því þarf maður að fylgja.

mánudagur, september 04, 2006

mánudagur með smá vætu

...en það gerir nú lítið til.

Við Guðmundur fórum lengri leiðina á Selfoss í gær. Við komum nefnilega við í Þykkvabæ. Þangað hef ég aldrei komið enda er þetta svo agalega langt frá þjóðvegi eitt eða þannig. Við heimsóttum bróður hans Einar, og Dagrúnu sem þar býr og ætlar að koma upp mótorhjólasafni. Þetta lítur mjög vel og efnilega út. Ég tók slatta af myndum en þær eru auðvitað í vélinni hans Guðmundar sem hann sleppir ekki svo auðveldlega takinu af. Ég get því ekki deilt þeim með ykkur í þetta skiptið.

GR fór í morgun, hann kom bara til að fá kerru og jarðvegsþjöppu en því ætlar hann að skila aftur á morgun og útrétta hér í leiðinni. Hann er ofsalega duglegur að vinna í fjárhúsinu og heldur allri sinni rútínu þótt ekki séu lengur kýrnar. Ein brauðsneið klukkan áttta og svo hafragrautur kl tíu. Eða alveg eins og fyrir og eftir mjaltir hjá honum. Hann er mjög skynsamur í þessu.

laugardagur, september 02, 2006

20 stiga hiti a Nupi

Hér er alveg ótrúlegt veður miðað við að það sé kominn september ! Reyndar var 17 st hiti á Selfossi þegar ég fór þaðan í gær enda var ég að kafna eftir að hafa hjólað heim úr vinnunni.

Kýrnar voru farnar þegar ég kom heim í gær enda kominn "mjaltatími". Ég færði GR blóm og eldaði steik handa okkur í tilefni dagsins. Hann er ánægður og okkur lliður vel. Hér er rólegra bara af því að maður veit að það er ekkert fjósafjör. Guðmundur hamast að klára fjárhúsið og vinnur eins og berserkur í því.

Við eigum von á Fanneyju og krökkunum og ég ætla að bjóða þeim upp á vöfflur með kaffinu i tilefni breyttra tíma hjá okkur.

Alveg er það magnað að það skuli vera tuttugu stiga hiti í dag !!!

Myndin hér fyrir neðan var tekin þ. 23. júlí í sumar en þá var einnig alger steik !