laugardagur, desember 30, 2006

Flugeldagroði

Leikritið Getraunagróði, sem að Leikfélag Rangæinga setur upp er alveg stórskemmtilegt
og vel gert hjá þeim. Ég gat í það minnsta hlegið ansi mikið og fannst
þetta nokkuð þægilegur farsi. Ég er nefnilega mjög óþolinmóð á försum,
ég hef litla þolinmæði fyrir langavitleysur ! Við Guðmundur skemmtum okkur afar
vel og Lukka litla beið þæg úti í bíl á meðan.

Núna höfum við það gott, þurfum ekki að skeina húsið eða að undirbúa
matargerð morgundagsins því að okkur er boðið í mat.
Við verðum í Pokavogi, þó ekki á Kópav.br. heldur í Hrauntungu hjá Siggu P. og Guðjóni.
Þetta er mjög spennandi en ég er þó komin með algera flugeldafóbíu
og er alveg búin að fá nóg af þessum látum sí og æ í marga daga í kringum áramótin.
Ég get því sparað mér mikla peninga því að ég mun ekki kaupa einn einasta flugeld í ár.
Guðmundur kaupir ekki neitt heldur því verður þetta "ekkikaupaflugeldaárámótadagurinn"
Í tilefni þessara orða minna skutust upp á himininn heilmargir flugeldar !!!

Mynd dagsins er af korti sem eitt sinn fylgdi með danska tímaritinu "ALT FOR DAMERNE"
Átta kort voru það og voru lengi vel notuð sem jólaskraut í "gatinu" á K91. Núna eru þau í minni
vörslu og hyggst ég skanna þau inn fljótlega en ég tók smá forskot og tók ljósmynd og kroppaði
hana svo í fótósjopp.

fimmtudagur, desember 28, 2006

Íþrottamaður arsins

Ég veðja að það verður karlmaður sem verður kosinn íþróttamaður ársins. Ég veðja á golfarann þó hann sé ekki boltamaður. Já já, Ólafur og Eiður, er ég hissa.
Mér finnst verðlaunagripurinn nýja alveg hrikalega ljótur, hálfgerður óskapnaður !!!

No, mér skjátlaðist , en það varð boltamaðurinn Guðjón Valur. Ég skil ekki þessa íþróttafréttamenn. Menntamálaráðherra vill alls ekki hafa sér konu og karla íþróttamaður ársins verðlaun. Mér finnst það alveg vera í lagi. VIð eigum ekki séns í karlana, þurfum að vera þrisvar sinnum betri en þeir. Mér finnst nú að golfarinn hefði átt að fá verðlaunahlussuna. Það er miljón sinnum meira mál að verða pro í golfi en í handbolta. Það eitt er afrek. Jæja, Guðjón Valur er frábær engu að síður og langt um myndanlegri en golfarinn. Ég er alveg að gleyma Kópavogsbúanum Auðni kraftajötni sem varð HEIMSMEISTARI á árinu !!

Þetta sýnir bara hvað þetta er mikil vitleysa. Íþróttafréttaritararnir sanna aftur að þeir eru með boltaveikina, þeir geta ekki þráttað fyrir það lengur !!!!

GR og Lukka farin i sveit

Ég fer á morgun. Og svo annað kvöld förum við að sjá leikrit hjá Leikfélagi Rangæinga þar sem vinkona okkar, Margrét Tryggvadótir, er leikstýra. Mig langar líka í heimsóknarferð um sveitina. Og að sinna aðeins góða andanum á hinu heimilinu. Nú svo er Guðmundur búinn að setja saman bókaskápana tvo sem að við keyptum í Ikea f. jól. Ekki búin að taka mynd af þeim , hef verið í algerri lægt e. jólatörnina !!!
Tek varla myndir svo heitið geti .... Ekki er á allt kosið í heimi þessum..

KLUKKUTÍMA SEINNA:
ég tók nokkrar myndir af skápnum og gekk frá helstu bókum í hann. Ég hélt að það færi miklu meira fyrir þessum bókum sem hingað voru komnar en sem betur fer er þetta eins og dropi í hafið. Á morgun náum við í eitthvað af bókum sem við viljum hafa hér að staðaldri. Svo fékk ég góða heimsókn. Mágur minn, Einar, kom hér við með gjafir. Hann var hrifinn af húsinu og fékk því besta kaffi sem ég gat boðið upp á, apakaffið svokallaða sem að sumir kannast við. Hann var á trukki frá Ragnari Vali með minigröfu og Harley mótorhjól á bakinu.

.

sunnudagur, desember 24, 2006

Gleðilega hatið


Það á vitanlega að standa "friðsælla" þarna í stað ambögunnar !



Guðmundur og Katrín á leið í gönguferð með Lukku á Þorláksmessu.



Nú má kveikja á fjórða kertinu !

GLEÐILEG JÓL ALLIR VINIR OG VANDAMENN !!!

laugardagur, desember 23, 2006

Þorlakur minn runninn upp


Það er ekki hægt að kvarta yfir ofvirkni á bloggsviðinu hjá mér.
En ef ég hef ekki tíma til að blogga, núna þegar loks er komið jólafrí, hver hefur þá tíma til að lesa slíkt og annað eins ? Ég bara spyr.
Það er allt að smella saman en ég get samt alveg stressað mig upp þrátt fyrir það. Okkur tókst að koma út jólakortunum á elleftu stundu sem ég tel mikið afrek.

Ekki þýðir að tefja hér lengi, ekki bíður nóttin lengi eftir manni og því síður batteríið á tölvunni.

Ég bið því alla vel að lifa þangað til næst. Við förum í skötu á morgun til Boga frænda, GR hefur aldrei prófað slíkt og hefur ekki áhuga en það er nú fleira þar á boðstólunum fyrir vandláta. Katrín er hér hjá okkur aðra nótt í röð og er búin að sinna Lukku og skreyta fyrir okkur jólatréð.

mánudagur, desember 18, 2006

Manudagur með Guðmundi

Ég hef ekki gefið mér tíma í jólamyndatöku, í það minnsta ekki peggað.
En það er líka ágætt að taka sér tölvufrí "en gang imellem"

Það styttist í jólafríið......

jolakort

laugardagur, desember 16, 2006

Þetta er allt að koma


IMG_0032
Originally uploaded by melong.
laugardagskvöld
ég er hér og hann er þar

svo kemur hann og ég fer ekki fet

Stundum eru mennirnir svo önnum kafnir við að frelsa heiminn,
að þeir gleyma að sýna hver öðrum kærleika.
Olfert Ricard

föstudagur, desember 15, 2006

Föstudagur furðulegt


treljos
Originally uploaded by melong.
Þetta ER jólamynd.

Hvað skal segja, hvað skal segja.
Margrét utan við sig er.
Hvað skal segja, hvað skal segja.
Vikan loksins búin er !!!!

fimmtudagur, desember 14, 2006

Frostið er fallegt


jolaljoshreyfing
Originally uploaded by melong.
Ég veit ekki með ykkur en lífið er stöðugt að koma mér á óvart. Eða er ég bara svona barnaleg ?

Það er kalt en fallegt veður á Selfossi og jólaspennan í börnunum hefur ekki minnkað. Jól þetta og jól hitt út um allt. Kannski ekki von að þau séu spennt.

Guðmundur og Lukka skruppu austur í morgun og er u þar enn. Það þurfti að láta folöld í dag og það hefur tafist svo ekki eru þau komin enn.
Það verður bara gaman þegar að þau koma aftur.

Ég get nú skammlaust farið út með Lukku í myrkri þar sem að ég fékk þessi fínu endurskinsmerki í dag, bæði fyrir hana og fyrir mig og Guðmund.

Hafðu það gott og þú ert frábær, hver sem þú ert !

miðvikudagur, desember 13, 2006

í Vallholti


jolasvhus
Originally uploaded by melong.
Þetta hús er í næstu götu. Ég taldi 16 jólasveina... hætti þá.
Strikið sem er á myndinni er sprungan í framrúðunni á bílnum.
Það var kalt þetta kvöld og ég þurfti líka að nota mælaborðið sem þrífót.

Ég ætlaði að skrifa eitthvað "merkilegt" en það er fokið út í veður og vind, eða hvað ?
Ég fann loks penan teljara svo að núna get ég séð hvort að einhverjir (f. utan mömmu) skoða síðuna því að það er eitthvað að kommentakerfinu hjá mér (!?) Svo er ég líka að gera þetta fyrir mig að blogga. Ágætis dagbók og mér finnst æðislega gaman að hafa fullt af myndum. Myndi stundum vilja bara hafa myndablogg en það má eiginlega segja það að "flickr" síðan sé slík síða.

Frostrósir


frostrosir2
Originally uploaded by melong.
Jæja, klukkan tæplega ellefu og ég búin að kenna og
fíflast fyrir framan kollegana.
Það hafa verið skemmtiatriði frá árgangakennurum og nú
var komið að list- og verkgreinakennurum.
Við sundum "Í kringum einiberjarunn" á NORSKU.
Við vorum með jólasveinahúfur og leikmuni ýmsa og ég kynnti okkur
með sterkum norskum hreim.
Þetta var mjög gaman !
Það er líka mjög skemmtilegt þegar að aðrir kennarar eru með skemmtun fyrir mann. Mjög notalegt líka.

þriðjudagur, desember 12, 2006

tengist jólum aðeins


eat more toblerone
Originally uploaded by melong.
Hér er ég með óbeina jólamynd.
Þetta er eitt af kortunum sem voru til á Núpi og voru ýmis konar auglýsingakort, aðallega með sígarettum og kaffibætinum fræga, David.
Ég skannaði nokkur kort inn í dag og sum þeirra má sjá á flickr síðunni minni.

Toblerone minnir mig á pabba en ástæðan fyrir því að þetta kort triggerar ekki hjá mér sælgætisfíkn er sennilega sú að mér fannt það aldrei gott. Já, alveg furðuleg yfirlýsing frá hömlulausum sælgætisfíkli !!

Aðeins 12 dagar til jóla. Undirbúningurinn lítur vel út, keypti gjafir í dag.
Reyndar er óvíst um að það verði nokkur jólakort í ár nema rafræn. Það er eins og það sé auðveldara að koma þeim frá sér.
Jæja, það er nú ekki útséð um það ennþá !

Makkintossnammi


Makkintossnammi
Originally uploaded by melong.
Jólamynd f. gærdaginn.
Ég gleymdi líka að senda Önnu frænku afmæliskveðju !
Þessi kassi var í Crinis þegar ég var þar í klippingu á laugardaginn.
Ég tók þrjár myndir og forðaði mér svo !!!

sunnudagur, desember 10, 2006

Operation Guðmundur


jolglugg
Originally uploaded by melong.
Jæja, ég bloggaði ekkert í gær
Fór í klippingu ofl. Tók fullt af myndum þar. Eiginlega var farið fram á það að ég bloggaði þeim myndum en það verður að bíða.
Hef ekki tíma í það , er að fara á Núp að sækja Guðmund og Lukku.
Hann ætlar að flytja í dag !!!

Jibbí !!!

föstudagur, desember 08, 2006

Í vikulokin


jolawax
Originally uploaded by melong.
Erfið vika. Gleymdi skólalyklunum 3 daga af 5.
Svaf yfir mig 2 daga af 5.

Þreytt alla vikuna,,, það eru að koma jól
Jólafriið að nálgast.

Gott að þessi er búin
Meira seinna.

Jólamynd dagsins er bútur úr voksdúkslöber á kaffistofunni í vinnunni.

fimmtudagur, desember 07, 2006

Grenitréð í garðinum okkar



Originally uploaded by melong.
Ég er nú að maula lífrænt ræktaðar mandarínur og þær eru alveg einstaklega góðar á bragðið, mig langar mest til að segja að þær séu "sjúklega" góðar !
Skoðið www.akurbisk.is ef þið hafið áhuga á grænmeti í áskrift. Þau á Akri eru farin að flytja inn lífrænt frá Hollandi til að brúa vetrarbilið og ég fékk banana og marndarínur með grænmetinu. Alveg hrikalega mikill lúxus og þetta bragðast allt svo dásamlega.

Ég er komin með tunglmynda dellu eftir að ég náði fyrstu myninni þarna á mánudaginn ! Kannski ég búi til spes möppu fyrir þessar myndir á www.flickr.com/photos/melong !!!

þriðjudagur, desember 05, 2006

Mánudagsmáni


moon
Originally uploaded by melong.
Ég verð nú að svindla á jólaþemanum mínu í dag.
Tunglið var frábært í gær og í dag reyndar líka. Ég prófaði að taka mynd og fékk tvær ágætar.
Vissi að þetta væri hægt á þessa vél en átti eftir að prófa sjálf.

Núna erum við Árborgarar (ekki lengur Tuborgarar !) með aðeins þrjá bæjarstjóra. Þetta hlýtur að vera ríkt sveitarfélag og hlýtur að vera vel stjórnað.

Ég er alveg með lausnina á þessu. Ég lagði það til í dag við aðstoðarskólastjórnann að hann fengi bara Stefaníu fyrrv. bæjarstjóra no 2, til að koma og vera í forfallarkennslu það sem eftir er vetrar. Hún er hvort eð er á launum hjá sveitarfélaginu næsta árið eða svo !
Ég er hæstánægð og ákaflega bjartsýn á að þessi tillaga mín komist til framkvæmda.....
Við getum ekki brugðist konu greyjinu sem fluttist hingað til okkar í góðri trú.......

mánudagur, desember 04, 2006

Mandag mandag


advkransadot
Originally uploaded by melong.
Það er mikill mánudagur í mér núna !
Vonandi lagast það með deginum.

Þetta mun vera vegna óskynsamlegs háttatíma ! Kannast einhver við svoleiðis. Ég ætlaði svo mikið að fara snemma í háttinn en allt kom fyrir ekki. Guðmundur er mjög hneykslaður á hegðun minni og er ekki enn orðinn vanur þessum furðulegheitum.

Heimsókn bæjarstjóra Árborgar í skólann í morgun var frestað.....
Þegar það var tilkynnt í kaffinu í morgun upphófust mikil hlátrarsköll og var undirrituð þar í fararbroddi eins og vænta mátti.
Það var víst enginn hissa.......

Aðventukransinn


fyrstakerti
Originally uploaded by melong.
Svona lítur hann út í myrkrinu.
Myndin tekin í gær.
Komin jólasería í grenitréð í garðinum.

Vinnustofuheimsókn í dag. Nú er það ég sem tek á móti Katrínu. Það verður væntanlega jólalegt þemað hjá okkur eða flick-að.

sunnudagur, desember 03, 2006

3.des


3.des
Originally uploaded by melong.
..er víst kominn. Ég ætlaði ekki að vera vakandi fram á nótt, en ....Ég er að fara snemma í fyrramál í leiðangur til Rvíkur til að fara í jólaleiðangur. Mig langar itl að koma ýmislegu jólastandi frá á morgun. Þess vegna blogga ég núna áður en ég fer að sofa.

..hér kom inn plagg frá sjálfstæðismönnum undir kvöld..... D listinn vinnur af heilindum nú sem endranær,, segir þar !

.. veit ekki hvort að nágranninn er búinn að mynda nýjan meirihluta en ekki hefur hann nú verið mikið hiema í dag.......
...ekki meiri pólitík í bili... það eru svo margir sem blogga sig brjálaða á henni að manni sundlar bara á stundum. . . .

Ég er næstum því tilbúin með aðventukransinn en það verður á morgun þó seint sé.....

Ha det saa lenge !!! Verið góð við hvort annað.

laugardagur, desember 02, 2006

2.des


2.des
Originally uploaded by melong.
Við Árborgarar erum alveg stjórnlaus í dag....
...Guðmundur og Lukka farin austur aftur. Hann ætlar að hengja upp kjetið í kvöld sem legið hefur í pæklinum og svo að fíra upp í reykkofanum á morgun. Hann verður þrjá til fjóra daga í þessu og kemur þá væntanlega hingað í lok vikunnar.

föstudagur, desember 01, 2006

Fyrsti í des. . . . .


5. GEM
Originally uploaded by melong.
Til hamingju með afmælið !!!
Maggi frændi og Rúna og Arnór frændi !!!!

Fyrsta jólamyndin mín.
Mottó hjá mér að setja eina jólamynd inn á dag til
jóla.

Guðmundur er að klára að mála þvottahúsið.
Lukka er ljúf eins og alltaf. Það er föstudagur og jólaglögg í vinnunni.
Ég fer eða ég fer ekki.