föstudagur, mars 30, 2007

Gettu betur , böh


She loves to take photos 2
Originally uploaded by melong.

Ég var svekkt að MRingar skyldu ræna MK sigrinum. Fannst þeir vera slakari en þeir redduðu sér á elleftu stundu.

Hér má sjá mynd af Katrínu sem að tekin var um síðustu helgi. Við fórum í skólann minn og gerðum tilraunir. Hún er komin með ljósmyndabakteríu sem kemur svo sem ekki á óvart.

sunnudagur, mars 25, 2007

Sunnudagur til sælu


katringislistigi
Originally uploaded by melong.

Sunnudagssteikin er í ofninum og Fanney og Eggert á leiðinni hingað til að borða með okkur og til að sækja börnin sem verið hafa hjá okkur um helgina. Katrín og Guðmundur fóru í göngutúr með Lukku en við Gisli erum að sýsla hér heima. "Ætlarru ekki að elda matinn. Ert ekki að elda ?" Kartöflurnar sjóða sig sjálfar og ég hef stillt klukkuna á ofninum svo að ég gleymi ekki tímanum hér við tölvuna............

föstudagur, mars 23, 2007

Fólk í heimsókn


4 MADONNA
Originally uploaded by melong.

"Hún Guð, hún er bara nóttin. Hún er stjarnan"
Svo mælti Gísli systursonur minn, þegar við vorum búin að lesa í kvöld. Svo bætti hann við. "Guð er bara í þykjustunni. Það segir hún mamma mín þegar hún er að passa mig."
Það var fleira mjög djúpt sem að hann sagði en ég man það bara ekki.
Miðað við ungan aldur þá er Gísli mjög fróður ungur 4 piltur. Hann veit alveg ótrúlega margt. Ábyggilega meira en ég þegar ég var á hans aldri. Ég var þó eitthvað búin að vera á leikskóla.

Þau eru hér í pössun yfir helgina, Katrín og Gísli, þar sem að Fanney og Eggert brugðu sér norður í land til að kveðja síðasta ábúandann á Kleifunum í Ólafsfirði, ömmubróður Eggerts.

fimmtudagur, mars 22, 2007

Póstkortaskiptin


postcrossing historymap
Originally uploaded by melong.

Ég var að fá braðskemmtilegt póstkort frá Arizona. Frá konu sem að ég þekki ekki neitt en á líka fyrrum mjólkurbónda fyrir mann , alveg eins og ég. Heimurinn er lítill.
Ég er með tvö póstkort tilbúin í veskinu en mundi það þegar ég sá kortið að ég hafði ætlað að setja þau í póstkassa í dag !
ÚPS, enn ein gleymskan. Hvað skyldi ég oft gleyma litlum athöfnum á dag ? Nú skrifa ég heilmikið niður hjá mér, sendi tölvubréf, sms, skrái í "reminder" í símanum og hvað eina, en allt kemur fyrir ekki.
Og ég ekki enn orðin fertug......

þriðjudagur, mars 20, 2007

KRANI FIX


KRANI FIX
Originally uploaded by melong.

Ég fór með tölvuna mína í viðgerð síðasta fimmtudag. Það er vika til tíu daga bið í viðgerð (Apple umboðið) en ég skildi hana samt eftir þar sem að hún er ónothæf í bili. Það brotnaði pinninn í hleðslutækinu og get ég því ekki hlaðið hana. Ég nennti ekki að fara aðra ferð svo að.... ég bíð bara og get ekki annað.
Þessi breyting hefur það í för með sér að ég horfi minna eða öðruvísi á sjónvarp því að ef ég fer í tölvu þá er það talva Guðmundar hér inni í skrifstofuherberginu. Ég er vön að vera í tölvunni og að horfa á sjónvarpið í leiðinni. Þarf að hafa eitthvað í höndunum fyrir framan skjáinn og verð því núna að grípa í teikniblokkina eða að hekla. Hef lítið heklað síðan að ég fékk mér fartölvu !!

föstudagur, mars 16, 2007

Kennaraspéspegill


kennaraspegill
Originally uploaded by melong.

Ég brá á leik í tíma í dag, þetta er m.a. útkoman.



"Kaupa ekkert" tengillinn hér til hliðar sést ekki nema að maður renni músinni yfir hann. Veit ekki afhverju en á eftir að finna út úr þessu. Vefslóðin er www.thorrioggoa.blogspot.com
Átakinu líkur á mánudaginn með Góunni. En við hittumst í gær til að ræða framhaldið og það vilja allir halda áfram að auka meðvitundina.

fimmtudagur, mars 15, 2007

Snjókoma


Snowing today
Originally uploaded by melong.

Í dag hefur snjóað all nokkuð. Sólin skín að vísu í augnablikinu en það er aldrei að vita hvað það helst lengi.

Í dag hefði Valgerður Einarsdóttir orðið 85 ára.
Í dag er eitt ár síðan að við Guðmundur skrifuðum undir kaupsamning á Réttarholtinu.

Í dag fer ég að hitta kaupa ekkert kennarana úr Laugarnesskóla.
Agalega spennandi.

Og mamma....... ég skal keyra varlega !!!!

Gangið á Guðs vegum...

miðvikudagur, mars 14, 2007

Vit og gott skap skagfirðingur


Vit og gott skap skagfirðingur
Originally uploaded by melong.

Ekki veit ég hvort að ég hafi haft vit í dag en ég hef hlegið þó nokkuð þannig að ekki hef ég verið í slæmu skapi !!!

Miðvikudagsmorgunn

Je suis comme je suis


mooii
Originally uploaded by melong.

Ég birti sjálfsmynd vegna ótal fyrirspurna..... eða þannig.
Sjálfið er gagnrýnið svo að ég held að þetta sé þema dagsins.

mánudagur, mars 12, 2007

Ísland er landið


island
Originally uploaded by melong.

Ég blogga þessari mynd vegna þess að ég byrjaði að mála aftur í gær, eftir langt hlé. Fiktaði lítið í þessari mynd sem þó er hálfgert uppkast.

Veðrið á Selfossi er gott. Bjart og hlýtt. Börnin höguðu sér vel í dag. Voru fyndin og ég hló mikið með 5. ÁJ. Ég er víst eini kennarinn sem skilur húmor tveggja pilta þar. Mér fannst það fyndið og auðvitað er maður upp með sér.

Ég býst við að fara aftur út í bílskúr að mála í kvöld þar sem að von er á Katrínu Valgerði.

laugardagur, mars 10, 2007

Hugmyndaskortur


watercolour
Originally uploaded by melong.

Það er ekki gott að vera hugmyndasnauður.
Stundum kvarta ég yfir því að hafa allt of mikið af hugmyndum en í kvöld
er ég bara alveg galtóm !!! Ég er ekki mikið fyrir Clint gamla, sorrý, hann er svo takmarkaður finnst mér.....
Ég get farið snemma að sofa , það er hugmynd að viti ! Loksins......

Þangað til næst, gangið á Guðs vegum.......

Quelqu'un m'a dit

fimmtudagur, mars 08, 2007

Rigning


Watercolour
Originally uploaded by melong.

Hér eru slettur á gólfinu í myndmenntastofunni. Glugginn fyrir ofan með klippimynd í speglast í dropanum, þessum fremsta !
Soldið skondið. Ég tók fullt af myndum af borðunum hjá krökkunum áður en þau þvoðu vatnslitaklessurnar af þeim. Það fannst þeim undarlegt en ég veit að þau verða hrifin þegar ég sýni þeim myndirnar.

miðvikudagur, mars 07, 2007

Tonlist fra þvi i "gamla daga"

Eru virkilega liðin 20 ár frá því að ég var að dansa við þetta lag ? Það er mjög erfitt að trúa því, jafnvel þó svo að standi svart á hvítu; "1987" !!! Með einfaldri stærðfræði má finna þetta út.

Nýji jarðgerðarkassinn


My creation
Originally uploaded by melong.

Við Guðmundur vorum að fá okkur jarðgerðarkassa til nota innan dyra. Mig hefur langar í svona lengi en loksins (rétt fyrir kaupbindindið) pantaði ég hann. Ég rauk í það að borða appelsínur bara til þess að geta sett efni í hann !!!
Við höfum hann í eldhúsinu uppi á borði til að byrja með. Það er bara svo að ég geti fylgst nákvæmlega hvað er að gerast og hvernig gengur. Hitastigið hefur ekki hækkað mikið enda ekki mikið komið í hann, ekki mikið eldað hér þessa viku enda við bara tvö ein.

þriðjudagur, mars 06, 2007

Afmæli


gilsiimba
Originally uploaded by melong.

Frændsystkinin og vinirnir, Gísli Eggertsson og Ingibjörg Hilmarsdóttir, eru bæði fjögurra ára gömul í dag. Þar sem að haldið var upp á afmæli Gísla síðastliðinn laugardag þá er hann búinn að vera 4 ára síðan þá, ég er sannfærð um það.

Le Grand Bleu

sunnudagur, mars 04, 2007

Afmælin

Það var gaman í afmælunum í gær. Guðmundur fór reyndar í 3 afmæli. Frændi hans , Hrannar varð 7 ára á föstudaginn en hélt upp á það í gær. Guðmundur heimsótti hann á meðan að ég var á bókbandsnámskeiðinu. Ég hélt að "enginn" ætti afmæli í dag en fór svo að skoða dagatalið mitt og sá þá að frænka mín , Guðrún Anna, á afmæli !!! Á morgun verður Bryndís fertug og Gísli verður 4 ára á þriðjudaginn. Þetta minnir á mánaðarmótin apríl/maí !!!
Reyndar er eitt fertugsafmæli á mánuði núna fram í júni. Nóg að gera.

Ég læt nægja að skella inn 2 myndum, fleiri myndir er hægt að skoða á flickr-inu.


laugardagur, mars 03, 2007

4 ára og fertug


ruslalok
Originally uploaded by melong.

Margbreytilegur dagur framundan, bókbandið, afmæli Gísla míns (hann verður 4 ára 6. mars)
og svo fertugsafmæli Bryndísar , vinkonu minnar og klippara, sem hún fagnar á Nordica í kvöld.

Þetta er allt saman ágætt en ég á eftir að pakka inn gjöfum og skrifa á kortin og det hele og stutt í að ég þurfi að leggja af stað í bæinn. GR er reyndar ókominn að austan en hann er mun stundvísari en ég og alveg óþarfi að hafa áhyggjur hans vegna.

Þessi ljósmynd er af lokinu á gömlu ruslatunnunni. Hún fékk afar misjafna dóma á flickr. Undarlegt hvernig smekkur manna er, ég skil stundum ekki þetta undarlega fyrirbæri....
................
................

fimmtudagur, mars 01, 2007

Sumir skipta máli þó maður þekki þá ekki neitt.


jolakort
Originally uploaded by melong.


Í bljúgri bæn og þökk til þín. S

Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð leiddu mig
og lýstu mér um ævistig.

Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt, sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.

Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér,
því veit mér feta veginn þinn,
að verðir þú æ Drottinn minn.


Pétur Þórarinsson