laugardagur, apríl 28, 2007

Það grænkar á Selfossi....


laufbla-
Originally uploaded by melong.

...sólin skín og vindurinn blæs......

Skáldlegt...
Við erum hér á kafi í afmælisundirbúningi. Von er á verktökum úr Kópavogi seinna í dag. Verktakarnir koma á eigin bíl og með heimilii sitt á bakinu. Fyrir vinnu sína hjá okkur fá þeir að parkera í innkeyrslu okkar til morguns......

miðvikudagur, apríl 25, 2007

Varð að bæta þessari við !



Takið eftir músinni á borðinu !

Sjonvarpslausa vikan hafin

Nú er þriðji dagurinnn í þorra og góu "átakinu" að horfa ekki á sjónvarp, en nú stendur yfir alþjóðlega "TV turn off week"
Við köllum þetta að gamni okkar "smátak" þar sem að við erum með þema/átak í eina viku í einu.
Ég hef notað tímann til að undirbúa stórafmælið. Annars væri ég kannski út í bílskúr eða að dunda mér eitthvað. Síðasta laugardag þá var leiðinlegt í tv og ég braut saman þvott og gægðist á netið.
Það sem að er merkilegast við það að horfa ekki á sjónvarp er að ég fer fyrr að sofa á kvöldin !!!! Það er nú akkúrat þar sem að skórinn hefur kreppt að hjá mér, ég á erfitt með að koma mér í bólið á kvöldin !!!

Skoðið www.thorrioggoa.blogspot.com en þar má finna ýmsa sjónvarpslausa tengla, ef svo má segja !!!

sunnudagur, apríl 22, 2007

Þetta er græni drekinn


Þetta er græni drekinn
Originally uploaded by melong.

Ég varð svo fræg að berja þetta tæki augum á sumardaginn fyrsta. Þetta er uppistaðan í fyrirtækinu sem að hann Guðmundur minn vinnur hjá.
Þetta er skógarhöggstæki sem jafnframt er hægt að nýta við massaplöntun. Það verður í vinnu við útplöntun m.a. við Heklu í sumar.

laugardagur, apríl 21, 2007

Í vikulokin


krani s o a p
Originally uploaded by melong.

Ég hefi loksins , eftir miklar vangaveltur, ákveðið að halda upp á fertugsafmælið mitt. Ég hef verið afar óákveðin. Ég sem að er svo mikil afmæliskona átti í miklu basli með þetta.

Ég held líka upp á áfanginn með því að taka mér frí í vinnunni, mánudaginn fyrir annan og fæ þannig 4 daga helgi.

Ég er bíllaus, sá græni er á verkstæði og GR er fyrir austan, á fullu að keyra skít. Fyrstu lömbin eru komin, ég vona að hann taki myndir af þeim.
Tvílembingar.

fimmtudagur, apríl 19, 2007

Gleðilegt sumar !!


dyr
Originally uploaded by melong.

Fyrsti dagurinn lofar ansi góðu og síminn er loksins kominn í leitirnar.
Við Guðmundur fórum í Garðyrkjuskólann í dag. Það var gaman og við hittum m.a. frænku mína sem er þar að læra og ég sá skógarhöggstækið, Græna drekann. Best að drífa sig að hlaða inn myndunum sem að ég tók !!!

mánudagur, apríl 16, 2007

Nyr fjölskyldumeðlimur

Ég frétti í dag að dóttir mágkonu minnar , Sigrúnar, hafi eignast son síðasta föstudag.Hann hefur fengið nafnið Andreas Klaus og er held ég, Churchill að eftirnafni. Klaus er maðurinn hennar Sigrúnar.
Til hamingju með það. Hún býr í New York þannig að ég er ekki með myndir enn en ég set inn mynd af þeim systrum, Gitte og Dorthe , sem að Sigrún sendi e. jólin.
p.s. síminn er enn í felum !

Gemsi minn hvar ert þú ?


NG
Originally uploaded by melong.

Núna er hann týndur aftur. Í þetta sinn síðan á fimmtudagskvöld.
Leitarskilyrði eru erfið þar sem að hann er batteríslaus og því gagnlaust að hringja til að staðsetja hann.

Þó er ég alveg róleg og ekkert pirruð. Alveg óvanalega róleg, ég hlýt að vera orðin svona aftengd........

Það sem sagt þýðir lítið að hringja í mig nema í heimasímann.

laugardagur, apríl 14, 2007

Gluggi


glugg_nupur
Originally uploaded by melong.

Birti hér mynd frá Núpi. GR er farinn þangað austur að sinna fé. Ég hef Lukku hjá mér og fullt af drasli sem að þarf að komast á sinn stað....... Vonandi kemur hann aftur í kvöld.

föstudagur, apríl 13, 2007

Votur föstudagur


Recycling
Originally uploaded by melong.

Stutt síðan að ég ákvað að prófa að flokka nær allt rusl. Ég er með nokkra kassa í bílskúrnum en poka hér inni í húsi sem að allt fer í. Svo flyt ég pokann út í skúr og flokka þar.
Ég er með ; 1. gler, 2. plast, 3. blikk, 4 umbúðir (kornflekskassar ofl) 5. Geyma-dót-til-að-nota-kannski-seinna, 6. brotið leirtau.
Svo kemur í ljós hvort að þetta borgar sig, hvort að Sorpstöð Suðurland taki við þessu. Ég held reyndar að svo sé. Þetta er nú ekki mikið mál. Snakkpokar og kaffipokar eru þvegnir og fara í allt annan kassa. Ég ætla að gera tilraunir í saumaskap með þessa poka í sumar.

fimmtudagur, apríl 12, 2007

Frú Sólveig heldur smá boð í dag


lt´s moms birthday today
Originally uploaded by melong.

Ég veit ekki afhverju ég skrifaði þessa kveðju á ensku !!!
Hefði átt að vera á niðurlensku, óvíst um að þessi fræga stúlka á málverkinu hafi kunnað nema sitt eigið móðurmál.

Ég er með svo frábæra nemendur. Þau sungu fyrir mig afmælissönginn í símann fyrir mömmu ! Ég þakka krökkunum í 2. BÁ fyrir sitt afmælisframlag.

Einn þeirra samdi þennan brandara:

Það var einu sinni apppelsína sem að datt í sjóinn.
En það var allt í lagi því að hún var með súkkulaði í vasanum !

TIl hamingju með daginn, mamma


ammaafiogbörn
Originally uploaded by melong.

Unga stúlkan á myndinni, þessi með slaufuna í hárinu, á afmæli í dag. Það er hún mamma sem er eitthvað eldri en í hitteðfyrra þegar hún varð sextug.
Alltaf jafn sæt og góð hún Sólveig Helga !

miðvikudagur, apríl 11, 2007

Páskafríið búið.......


Angelica by Ölfusá river.
Originally uploaded by melong.

.... allt sem er gott endar um síðir.

Skrapp til Rvíkur í dag, mjög gott og gaman.
Er að vaka of lengi núna... er löngu orðin syfjuð .........

laugardagur, apríl 07, 2007

Páskaeggið 2007


Páskaeggið 2007
Originally uploaded by melong.

Þetta egg er sérstaklega gert fyrir bloggið og páskana.

Ég óska öllum gleðilegra páska og vonandi eru allir hressir og fara vel með sig og slaka á í fríinu !

Við verðum í netfríi, við Guðmundur, á Núpi.

föstudagur, apríl 06, 2007

Föstudagurinn langi.....


Heiðdís_Jónas_Katrín
Originally uploaded by melong.

.......styttist nú bara með árunum. Ekki spor leiðinlegur dagur. Mín skoðun er sú að við þurfum sárlega á svona dögum að halda. Allt kyrrt og hljótt.

Það var reglulega gaman í fermingunni í gær. Jónas og 4 félagar, þar á meðal kennarinn hans, spiluðu á harmonikkurnar sínar. Það var alveg frábært og hressandi. Stúlka af siglfirskum ættum, frænka okkar spilaði á fiðlu. Svo hitti ég ættingja frá Sigló sem að ég hitti, því miður, allt of sjaldan.

Allt rólegt hér á Selfossi. Við dólum okkur austur á morgun, einhvern tímann þegar við nennum....og......eða erum tilbúin :-/

miðvikudagur, apríl 04, 2007

Katrín syngur vel.


Katrín singing
Originally uploaded by melong.

Já, hver þykir sinn fugl fagur en ég held samt að ég hafi nú rétt fyrir mér með söngrödd frænku minnar.

Hún var að syngja og leika í Borgarleikhúsinu ásamt öðrum nemendum í Sönglist.

í dag vorum við að skreyta fyrir fermingu frænda míns Jónasar Ásgeirs. Við erum systkinabörn í móðurætt. Það eru aðeins 26 ár á milli okkar og við systkinabörnin erum alls þrjú ! Ég , Fanney og Jónas !!! Litla fjölskyldan mín.
Jónas stundar skylmingar og hefur orðið Norðurlandameistari. Matarborðið er skreytt mep sverðum og hjálmum. Hann spilar líka afar vel á harmoniku og mun einmitt spila ásamt fjórum félögum á morgun. Þeir voru að æfa sig í dag þegar að við vorum að skreyta og það var alveg hrikalega gaman að hafa svona skemmtilega lifandi tónlist í eyrunum á meðan. Forsmekkur fyrir morgundaginn.

þriðjudagur, apríl 03, 2007

Henni finnst gaman að syngja


She loves to take photos
Originally uploaded by melong.

Ég var að koma af söng- og leikskemmtun þar sem að frænka mín kom fram. Ég tók myndir en þegar Katrínar atriði var að verða búið tæmdust batteríin. Í morgun mundi ég eftir því að hlaða batteríin og ég fylgdist með þegar að hleðslan var búin en.....ég gleymdi samt að setja þau í vélina áður en að ég fór !!!!!

mánudagur, apríl 02, 2007

Þegar öll kurl koma til grafar....


kurl
Originally uploaded by melong.

Til gamans birti ég mynd af vinnu Guðmundar. Ég sótti hann upp í Laugarás í fyrri viku og tók nokkrar myndir.

Mánudagur í sælu


Milli
Originally uploaded by melong.

Já, það besta ílífinu er að þurfa ekki að mæta í vinnu á mánudaegi......

Raggi, mágur minn varð fertugur í gær. Hann hélt upp á afmælið sitt á laugardaginn. Það var mjög skemmtilegt partý. Svo fórum við líka í fermingarveislu. Ég er núna að hlaða inn myndunum frá helginni.