sunnudagur, september 30, 2007

Á vegum úti


vSkeidaveg
Originally uploaded by melong.

Við erum komin heim á Selfoss. Það var mjög notalegt á Selfossi og nú hafa bæst við 2 húsbílar og eitt pallhýsi í geymsluna hjá Guðmundi.

Það er bölvuð reykjarlykt í loftinu hér, veit einhver hvað er í gangi ?

föstudagur, september 28, 2007

Veggfóður


Kollur
Originally uploaded by melong.

Þetta veggfóður sá ég í Síldarminjasafninu á Sigló en það er óneitanlega í stíl við appelsínugula veggfóðrið á Núpi sem að ég mun berja augun aftur í kvöld.

fimmtudagur, september 27, 2007

Lægð yfir bloggaranum


My last 36 favorites / l collect images
Originally uploaded by melong.

Ég er frekar tóm þessa dagana. Hef ekkert að segja. Það er svosum ekki mikill skaði af því.

laugardagur, september 22, 2007

Grænn er alltaf vænn

Fann flotta síðu með húsgögnum. Mér leist vel á stóla og þeir voru á góðu verði....en þeir senda ekki vörur út fyrir USA....
það sparar mér reyndar.....ég versla þá ekkert...
Ég er reyndar að hugsa um að byrja að safna einum og einum stól. Svona í gömlum stíl. Svo seinna, þegar ég á aur í það, læt ég smíða fyrir mig borð úr 2 gömlum hurðum.
En.... þarna var líka þessa kommóða... ég er allt of svag fyrir grænu.......
Heimasíðan er www.brocadehome.com

sunnudagur, september 16, 2007

Þrjár gráður


IMG_0025
Originally uploaded by melong.

Klukkan átta í kvöld var þetta hitastigið á Selfossi.
Annars ansi snoturt veður í dag.

Ég fór á Listaasafn Árnesinga í Hveragerði í dag.
Gabríela Friðriksdóttir og Einar Þ-son.

fimmtudagur, september 13, 2007

þriðjudagur, september 11, 2007

Í dag hef ég betra skap......


Dömuskot
Originally uploaded by melong.

Ekki var með hýrri há
hrund sem málar þrána
þótti daufur dagur sá
er dreymnum tengist mána

Frá Heiðmari

mánudagur, september 10, 2007

Betrekk á kolli


Kollur
Originally uploaded by melong.

Ekki minn dagur í dag.
Það er þá von um morgundaginn !!!!

Bölvaður mánudagur í öllum.

sunnudagur, september 09, 2007

Miss Loose Marbles


Miss Loose Marbles
Originally uploaded by melong.

Ungfrúin sú er minn alter ego. Hún varð til á haustdögum ´95 í ljósmyndaáfanga í mhi.
Þessi kona reykti. Ekki margir vita það.

En....í dag eru nákvæmlega liðin tíu ár frá því að hún hætti að reykja !!!
Til hamingju með það....hver hefði trúað því að tíminn liði svona hratt !

laugardagur, september 08, 2007

Rigning


IMG_1536
Originally uploaded by melong.

Er rigning róandi ?
Ja, hún getur verið það. Núna bylur hún á þakinu og virðist ekkert lát vera á henni.
Ég er ein núna. Fékk gesti áðan og það var gaman. Góðar systur, Heiða og Hrafnhildur.

Guðmundur er á Núpi. Ég ætlaði að gera ýmislegt hérna heima.....
Ég hef morgundaginn.......versna varla af kvefinu úr þessu.....

fimmtudagur, september 06, 2007

þriðjudagur, september 04, 2007

Gamli tíminn

Helena , frænka mín á Siglufirði, á þennan gamla síma. Ég stóðst ekki mátið að filma hann, hringingin er hreint út sagt YNDISLEG !

sunnudagur, september 02, 2007

iMac heilkennið


Photo 1
Originally uploaded by melong.

Þetta er fyrsta myndin sem að ég tek á nýju tölvuna mína.
Ég umbreyttist um helgina og lít núna svona út......
....eða þannig.
Komin heim, það var frábært á Siglufirði.
Klukkan orðin margt.....
Mikið að gera á morgun....
Myndir seinna....
Meira seinna.........