laugardagur, maí 31, 2008

Laugardagur


ln the bathroom
Originally uploaded by melong.

All nokkrir hafa haft samband til að athuga með okkur eftir skjálftann. Takk fyrir það.

Ég get núna sagt að við vorum alveg einstaklega heppin og að tjón hjá okkur er afar smávægilegt miðað við hjá mörgum.

Neðar hér í götunni losnuðu ofnar frá veggjum.

Smávægilegt bara , ég þakka Guði fyrir hvað við sluppum vel.

Svo á ég frábæra foreldra sem komu hér í dag og hjálpuðu mér að ganga frá. Pabbi setti bókaskápinn aftur saman. Svo var ekki verra að systursonur minn var með og hann lagði sitt til málanna. Svo sannarlega duglegur og skemmtilegur piltur.

fimmtudagur, maí 29, 2008

Ekki fleiri skjálfta please.


IMG_0429
Originally uploaded by melong.

Ég held að ég þoli ekki fleiri skjálfta takk fyrir !!!

Sjúkrabílarnir eru á fullu og mér brá töluvert þegar ég fór út í garð áðan.
því að nokkuð af hellm við húsið hafa sigið töluvert og hleðslur hjá okkur hrunið. Þá áttaði ég mig betur á kraftinum sem hér var á ferð og að þetta er ...nú hristist aftur....
arg mér finnst svo óþægilegir þessir litlu sem að koma á eftir....
Fleiri myndir seinna.

Jarðskjálftinn


the bookcases
Originally uploaded by melong.

Ég horfði á tveggja tonna Landrover hristast til og frá og flaggstöng sveiflast eins og tannþráð.
Ég hélt mér fast í eldhúsbekkinn þar sem að ég stóð. Á meðan datt eitt og annað niður á gólf og brotnaði...

Maður er enn svolítið "hristur".... Ég á eftir að fara í bílskúrinn og taka myndir þar en ég er búin að kanna ástandið og þar þarf að taka til hendinni.
Töluvert hefur brotnað en samt ekki nema brot af því leirtaui sem til er á heimilinu.

Ég þarf að hvíla mig.......

fimmtudagur, maí 01, 2008

Verkalýðssokkar


Ullarsokkar
Originally uploaded by melong.

Mér þeykir við hæfi að minna á ullarsokkana sem að héldu verkafólki hita.
Ekki auðvelt að berjast kaldur.